Illa farið með Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 13:45 Voða gaman hlýtur að vera að aka um götur stórborga á einum af dýrustu bílum heims, en gamanið getur kárnað ef nota á allt aflið sem þessi Lamborghini Aventador býr yfir í miðborg London. Ökumaður Aventador bílsins fékk að finna fyrir því að götur miðborgar London eru ekki svo heppilegar til að prófa og sýna afl hans. Hann er reyndar ekki á neinni ofurferð, en á þessari mjóu götu er alltaf hætta á að aðrir bílar frá hliðargötum átti sig ekki á hve hratt hann nálgast. Það gerist einmitt hér og fyrir vikið fer þessi 700 hestafla bíll í smá flugferð. Fyrst rekst hann á Mazda5 bíl, tekur flugið og svífur á BMW bíl. Því skemmist hann beggja vegna að framan og þurfti að draga bílinn af staðnum. Enginn meiddist í árekstrinum, nema ef til vill budda eigandans. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent
Voða gaman hlýtur að vera að aka um götur stórborga á einum af dýrustu bílum heims, en gamanið getur kárnað ef nota á allt aflið sem þessi Lamborghini Aventador býr yfir í miðborg London. Ökumaður Aventador bílsins fékk að finna fyrir því að götur miðborgar London eru ekki svo heppilegar til að prófa og sýna afl hans. Hann er reyndar ekki á neinni ofurferð, en á þessari mjóu götu er alltaf hætta á að aðrir bílar frá hliðargötum átti sig ekki á hve hratt hann nálgast. Það gerist einmitt hér og fyrir vikið fer þessi 700 hestafla bíll í smá flugferð. Fyrst rekst hann á Mazda5 bíl, tekur flugið og svífur á BMW bíl. Því skemmist hann beggja vegna að framan og þurfti að draga bílinn af staðnum. Enginn meiddist í árekstrinum, nema ef til vill budda eigandans.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent