Sjálftöku landeigenda verður að stöðva Stefán Þ. Þórsson skrifar 24. apríl 2014 07:00 Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. Greinin er svohljóðandi:„Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálastofu, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum enda sé fé það sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði, eingöngu notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Ef þetta er hálmstráið sem hangið er í, þá skulum við skoða það aðeins nánar. Í fyrsta lagi þarf ráðherra að gefa út þessa heimild, eftir að Ferðamálastofa hefur gefið umsögn um viðkomandi svæði. Umsögnin væri þá forsenda fyrir gjaldtökuheimild ráðherra. Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til staðar, svo ég viti til. Í öðru lagi er talað um „sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum“. Hér er þá verið að tala um aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu og öðru slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið, án allrar þjónustu, er fullkomin misnotkun á þessu ákvæði og getur aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi. Í þriðja lagi, þá stendur eftirfarandi í lokin: „Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Nú er Kerið á náttúruminjaskrá og þar með náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Samkvæmt 28. grein laga um náttúruvernd frá 1999 eru öll náttúruverndarsvæði í umsjón Umhverfisstofnunar, nema annað sé tekið fram í lögum. Þannig að lögum samkvæmt eru Kerið og Tjarnarhólar í umsjón Umhverfisstofnunar, þó svo að landareignin sé í einkaeigu. Sú uppbygging sem er til staðar á svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngustígar o.s.frv) hefur verið kostuð af almannafé. Það hefði aðeins verið gert ef svæðið væri í opinberri umsjón. Svo virðist sem ekkert af skilyrðum ákvæðisins sem Óskar vísar til sé uppfyllt. Engu að síður er þessi ólöglega miðasala að Kerinu látin viðgangast af umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun.Brot á almannarétti Það virðist einnig gæta misskilnings hjá Óskari hvað varðar ákvæðið um almannarétt. Það er svohljóðandi: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hann túlkar heimild landeiganda til að takmarka eða banna umferð fólks á þann hátt að honum sé heimilt að krefjast aðgangseyris ef fólk vill fara um hans land. Það er ævintýraleg oftúlkun og hrein óskhyggja að komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á það. Það eina sem landeigendur við Kerið geta gert, lögum samkvæmt, er að loka svæðinu. Það myndi vissulega vera ákveðin náttúruvernd falin í því, en arðgreiðslurnar þurfa þá að bíða um sinn. Reyndar þyrftu þeir í Kerfélaginu að bíða býsna lengi eftir arðgreiðslum, þar sem þær eru óheimilar samkvæmt ákvæðinu sem Óskar vísar í. Hins vegar má kannski túlka á annan hátt það sem stendur þar skýrum stöfum, ef vilji er fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála. Greinin er svohljóðandi:„Ráðherra er heimilt að ákveða, að fenginni umsögn Ferðamálastofu, að greitt skuli sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum enda sé fé það sem þannig safnast, að frádregnum innheimtukostnaði, eingöngu notað til verndar, fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar og til að bæta aðstöðu til móttöku ferðamanna.Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Ef þetta er hálmstráið sem hangið er í, þá skulum við skoða það aðeins nánar. Í fyrsta lagi þarf ráðherra að gefa út þessa heimild, eftir að Ferðamálastofa hefur gefið umsögn um viðkomandi svæði. Umsögnin væri þá forsenda fyrir gjaldtökuheimild ráðherra. Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til staðar, svo ég viti til. Í öðru lagi er talað um „sanngjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt er á ferðamannastöðum“. Hér er þá verið að tala um aðgang að salernum eða hreinlætisaðstöðu og öðru slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið, án allrar þjónustu, er fullkomin misnotkun á þessu ákvæði og getur aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi. Í þriðja lagi, þá stendur eftirfarandi í lokin: „Ákvæði þessi taka þó ekki til þjóðgarða eða annarra svæða á vegum Umhverfisstofnunar nema samþykki hennar komi til.“ Nú er Kerið á náttúruminjaskrá og þar með náttúruverndarsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum. Samkvæmt 28. grein laga um náttúruvernd frá 1999 eru öll náttúruverndarsvæði í umsjón Umhverfisstofnunar, nema annað sé tekið fram í lögum. Þannig að lögum samkvæmt eru Kerið og Tjarnarhólar í umsjón Umhverfisstofnunar, þó svo að landareignin sé í einkaeigu. Sú uppbygging sem er til staðar á svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngustígar o.s.frv) hefur verið kostuð af almannafé. Það hefði aðeins verið gert ef svæðið væri í opinberri umsjón. Svo virðist sem ekkert af skilyrðum ákvæðisins sem Óskar vísar til sé uppfyllt. Engu að síður er þessi ólöglega miðasala að Kerinu látin viðgangast af umhverfisráðuneytinu og Umhverfisstofnun.Brot á almannarétti Það virðist einnig gæta misskilnings hjá Óskari hvað varðar ákvæðið um almannarétt. Það er svohljóðandi: „Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.“ Hann túlkar heimild landeiganda til að takmarka eða banna umferð fólks á þann hátt að honum sé heimilt að krefjast aðgangseyris ef fólk vill fara um hans land. Það er ævintýraleg oftúlkun og hrein óskhyggja að komast að þeirri niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á það. Það eina sem landeigendur við Kerið geta gert, lögum samkvæmt, er að loka svæðinu. Það myndi vissulega vera ákveðin náttúruvernd falin í því, en arðgreiðslurnar þurfa þá að bíða um sinn. Reyndar þyrftu þeir í Kerfélaginu að bíða býsna lengi eftir arðgreiðslum, þar sem þær eru óheimilar samkvæmt ákvæðinu sem Óskar vísar í. Hins vegar má kannski túlka á annan hátt það sem stendur þar skýrum stöfum, ef vilji er fyrir hendi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun