Útvarpið okkar Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Ég var átta ára þegar ég heyrði Helenu Eyjólfs fyrst syngja í útvarpinu. Ég stóð upp við útvarpið og grét af hrifningu. Ég man líka eftir fréttatímum í sveitinni á sumrin þegar ég var barn. Þá varð að ríkja þögn. Á kvöldin var þar sérstaklega hlustað á sögulegan fróðleik. Þannig ólst ég upp við virðingu fyrir útvarpinu og fann mikilvægi þess. Ríkisútvarpið skiptir mig enn þá miklu máli. Á síðasta vori ákvað ég að hætta í föstu starfi. Ákvörðunin var afgerandi en ég hugsaði lítið út í hvað þetta skref hefði í för með sér. Breytingin hefur komið skemmtilega á óvart. Ég get verið meira ein með sjálfri mér en áður og get valið hvað ég geri og geri ekki. Þvílíkt frelsi; ég get sinnt sjálfboðastarfi, skrifað, haldið fyrirlestra, hlustað á erindi, sótt menningarviðburði, gengið og synt en staldra núna við það sem hefur gefið mér sérstaklega mikla ánægju síðustu mánuði.Útvarp allra landsmanna Með morgunkaffinu renni ég yfir dagskrá RÚV, Rás 1 og punkta hjá mér á hvað ég vil hlusta þann daginn. Ég vil hlusta á viðræðuþætti um líf fólks vegna þeirra margvíslegu sjónarmiða sem fram koma. Þátturinn hennar Sigurlaugar Jónasdóttur, „Segðu mér“, er dæmi um slíkan þátt. Ýmsir aðrir viðræðuþættir um málefni líðandi stundar geta aukið skilning og jafnvel umburðarlyndi. Bókmenntaþættirnir hennar Jórunnar Sigurðardóttur eru óborganlegir svo ég tali ekki um þættina Samfélagið og Víðsjá þar sem umfjöllunarefnin virðast óþrjótandi. Ekki kemur til greina að missa af sögulegum fróðleik Illuga Jökulssonar þar sem hann geysist víða. Inn á milli er hvað eftir annað boðið upp á bráðmerkilegt efni eins og gagnrýnin umfjöllun Hjalta Hugasonar um trú, menningu og samfélag bar merki um fyrir stuttu. Þvílík dagskrá, þvílíkt val. Ég hef áhuga á þjóðlegum fróðleik og val mitt á útvarpsefni litast af því. Þess vegna hlustaði ég oft á „Sagnaslóð“, en hvað varð um þáttinn? Á hátíðarstundum er talað um að Ríkisútvarpið sé útvarp allra landsmanna. Þannig á það líka að vera. Samtímis er stór hluti þjóðarinnar að hlusta á útvarpið; bændur um land allt, sjómenn á hafi úti, fólk í borg, bæjum og þorpum, ungir sem aldnir. Í gegnum þennan sterka miðil getur fólk fengið tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heild. Það er ekki lítill ávinningur. Þess vegna er einnig nauðsynlegt að muna eftir fólkinu um allt land við dagskrárgerðina. Á því hefur verið nokkur meinbugur eftir að svæðisstöðvarnar nánast hurfu. Það er ljóst í mínum huga að Ríkisútvarpið hefur gríðarlega miklu hlutverki að gegna og það hlutverk þarf að vernda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var átta ára þegar ég heyrði Helenu Eyjólfs fyrst syngja í útvarpinu. Ég stóð upp við útvarpið og grét af hrifningu. Ég man líka eftir fréttatímum í sveitinni á sumrin þegar ég var barn. Þá varð að ríkja þögn. Á kvöldin var þar sérstaklega hlustað á sögulegan fróðleik. Þannig ólst ég upp við virðingu fyrir útvarpinu og fann mikilvægi þess. Ríkisútvarpið skiptir mig enn þá miklu máli. Á síðasta vori ákvað ég að hætta í föstu starfi. Ákvörðunin var afgerandi en ég hugsaði lítið út í hvað þetta skref hefði í för með sér. Breytingin hefur komið skemmtilega á óvart. Ég get verið meira ein með sjálfri mér en áður og get valið hvað ég geri og geri ekki. Þvílíkt frelsi; ég get sinnt sjálfboðastarfi, skrifað, haldið fyrirlestra, hlustað á erindi, sótt menningarviðburði, gengið og synt en staldra núna við það sem hefur gefið mér sérstaklega mikla ánægju síðustu mánuði.Útvarp allra landsmanna Með morgunkaffinu renni ég yfir dagskrá RÚV, Rás 1 og punkta hjá mér á hvað ég vil hlusta þann daginn. Ég vil hlusta á viðræðuþætti um líf fólks vegna þeirra margvíslegu sjónarmiða sem fram koma. Þátturinn hennar Sigurlaugar Jónasdóttur, „Segðu mér“, er dæmi um slíkan þátt. Ýmsir aðrir viðræðuþættir um málefni líðandi stundar geta aukið skilning og jafnvel umburðarlyndi. Bókmenntaþættirnir hennar Jórunnar Sigurðardóttur eru óborganlegir svo ég tali ekki um þættina Samfélagið og Víðsjá þar sem umfjöllunarefnin virðast óþrjótandi. Ekki kemur til greina að missa af sögulegum fróðleik Illuga Jökulssonar þar sem hann geysist víða. Inn á milli er hvað eftir annað boðið upp á bráðmerkilegt efni eins og gagnrýnin umfjöllun Hjalta Hugasonar um trú, menningu og samfélag bar merki um fyrir stuttu. Þvílík dagskrá, þvílíkt val. Ég hef áhuga á þjóðlegum fróðleik og val mitt á útvarpsefni litast af því. Þess vegna hlustaði ég oft á „Sagnaslóð“, en hvað varð um þáttinn? Á hátíðarstundum er talað um að Ríkisútvarpið sé útvarp allra landsmanna. Þannig á það líka að vera. Samtímis er stór hluti þjóðarinnar að hlusta á útvarpið; bændur um land allt, sjómenn á hafi úti, fólk í borg, bæjum og þorpum, ungir sem aldnir. Í gegnum þennan sterka miðil getur fólk fengið tilfinningu fyrir því að það sé hluti af heild. Það er ekki lítill ávinningur. Þess vegna er einnig nauðsynlegt að muna eftir fólkinu um allt land við dagskrárgerðina. Á því hefur verið nokkur meinbugur eftir að svæðisstöðvarnar nánast hurfu. Það er ljóst í mínum huga að Ríkisútvarpið hefur gríðarlega miklu hlutverki að gegna og það hlutverk þarf að vernda.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar