Þjóðin gerir tilraun til valdaráns Guðmundur Gunnarsson skrifar 3. júlí 2014 07:00 Enn eina ferðina reynir ritstjóri Fréttablaðsins að kasta rýrð á vinnu Stjórnlagaráðs og kallar niðurstöðu ráðsins misheppnaðan hrærigraut. Þetta segir ritstjórinn þrátt fyrir að frumvarp Stjórnlagaráðs hafi verið unnið með aðstoð færustu stjórnlagafræðinga landsins og auk þess reist á viðamikilli skýrslu Stjórnlaganefndar. Þar til viðbótar voru tillögur Stjórnlagaráðs reistar í nýlegum endurskoðunum sem framkvæmdar höfðu verið á nokkrum stjórnarskrám í heiminum, þó aðallega í Evrópu. Valdaflokkarnir Framsókn og Sjálfstæðisflokkur berjast með öllum sínum fjölmiðlum gegn því að þjóðin fái aðkomu að því hvort og hvernig Stjórnarskráin verði endurskoðuð. Stjórnarskrármálið er dæmigert fyrir íslenskt valdakerfi. Stjórnmálamenn vilja ákveða sjálfir hvort breyta eigi einhverju í Stjórnarskránni og þá hverju og hvernig það sé gert. Þeir handvelja aðila í málið sem hafa ásættanlega skoðun á málinu og þola ekki afskipti almennings af þessu máli. Nú er í gangi ferli sem endurspeglar valdníðslu þeirra sem sitja í Stjórnarráði Íslands.Vegið að valdastétt Þegar niðurstaða Stjórnlagaráðs lá fyrir opinberaðist það fyrir almenningi að hinni íslensku valdastétt þótti illa að sér vegið. Þjóðin virtist ætla að gera valdarán, vildi taka til sín þau völd sem fámennur hópur hafði náð til sín í gegnum göt á úreltri Stjórnarskrá. Afgerandi niðurstaða varð í þjóðaratkvæðagreiðslunni, 73.509 samþykktu eða 31% kosningabærra manna og þeir sem höfnuðu voru 36.302 eða 16% kosningabærra manna. Aldrei í sögu nokkurs lýðræðisríkis hefur það gerst að valdhafar hafi farið gegn jafn afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, þaðan af síður að valdhafar grípi til þess örþrifaráðs að gefa sér atkvæði þeirra sem heima sátu. Í öllum lýðræðislegum kosningum er það niðurstaða þeirra sem mæta á kjörstað sem ræður. Þegar talsmenn íslenskra valdhafa áttuðu sig á að þeir hefðu orðið sér til háðungar um hinn lýðræðislega heim, var gripið til örvæntingarfullra skýringa eins og ritstjórinn er með: „Þjóðaratkvæðagreiðslan var síðan líka gölluð; þar var spurt spurninga um sum mikilvæg atriði stjórnlaganna en ekki önnur, þannig að hún veitti heldur takmarkaða leiðsögn.“ Íslenska afbrigðið er að ef almúginn kýs ekki í samræmi við vilja valdastéttarinnar, þá hefur lýðurinn fengið ranga tilsögn.Valdið stjórnarskrárvarið Vald þjóðarinnar er stjórnarskrárvarið, það er hún sem setur stjórnvöldum leikreglur. Í þjóðaratkvæðagreiðslum ræðst niðurstaðan ætíð af vilja meirihluta þeirra kjósenda sem mæta á kjörstað og taka þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu. Vald sem ekki er sprottið frá þjóðinni verður aldrei annað en ofbeldi sem beint er gegn henni. Vilji þjóðarinnar er vilji samfélagsheildarinnar og sá vilji fer saman við almannahagsmuni. Stjórnvald sem vill kallast réttmætt á hverju sinni að lúta skilyrðislaust niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Í öllum lýðræðisríkjum lúta stjórnmálamenn án nokkurra skilyrða niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna. Þar gildir hið eina að öllum sé tryggður aðgangur að kjörklefa til þess að nýta sér vald sitt, annað er grímulaust valdarán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Enn eina ferðina reynir ritstjóri Fréttablaðsins að kasta rýrð á vinnu Stjórnlagaráðs og kallar niðurstöðu ráðsins misheppnaðan hrærigraut. Þetta segir ritstjórinn þrátt fyrir að frumvarp Stjórnlagaráðs hafi verið unnið með aðstoð færustu stjórnlagafræðinga landsins og auk þess reist á viðamikilli skýrslu Stjórnlaganefndar. Þar til viðbótar voru tillögur Stjórnlagaráðs reistar í nýlegum endurskoðunum sem framkvæmdar höfðu verið á nokkrum stjórnarskrám í heiminum, þó aðallega í Evrópu. Valdaflokkarnir Framsókn og Sjálfstæðisflokkur berjast með öllum sínum fjölmiðlum gegn því að þjóðin fái aðkomu að því hvort og hvernig Stjórnarskráin verði endurskoðuð. Stjórnarskrármálið er dæmigert fyrir íslenskt valdakerfi. Stjórnmálamenn vilja ákveða sjálfir hvort breyta eigi einhverju í Stjórnarskránni og þá hverju og hvernig það sé gert. Þeir handvelja aðila í málið sem hafa ásættanlega skoðun á málinu og þola ekki afskipti almennings af þessu máli. Nú er í gangi ferli sem endurspeglar valdníðslu þeirra sem sitja í Stjórnarráði Íslands.Vegið að valdastétt Þegar niðurstaða Stjórnlagaráðs lá fyrir opinberaðist það fyrir almenningi að hinni íslensku valdastétt þótti illa að sér vegið. Þjóðin virtist ætla að gera valdarán, vildi taka til sín þau völd sem fámennur hópur hafði náð til sín í gegnum göt á úreltri Stjórnarskrá. Afgerandi niðurstaða varð í þjóðaratkvæðagreiðslunni, 73.509 samþykktu eða 31% kosningabærra manna og þeir sem höfnuðu voru 36.302 eða 16% kosningabærra manna. Aldrei í sögu nokkurs lýðræðisríkis hefur það gerst að valdhafar hafi farið gegn jafn afgerandi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, þaðan af síður að valdhafar grípi til þess örþrifaráðs að gefa sér atkvæði þeirra sem heima sátu. Í öllum lýðræðislegum kosningum er það niðurstaða þeirra sem mæta á kjörstað sem ræður. Þegar talsmenn íslenskra valdhafa áttuðu sig á að þeir hefðu orðið sér til háðungar um hinn lýðræðislega heim, var gripið til örvæntingarfullra skýringa eins og ritstjórinn er með: „Þjóðaratkvæðagreiðslan var síðan líka gölluð; þar var spurt spurninga um sum mikilvæg atriði stjórnlaganna en ekki önnur, þannig að hún veitti heldur takmarkaða leiðsögn.“ Íslenska afbrigðið er að ef almúginn kýs ekki í samræmi við vilja valdastéttarinnar, þá hefur lýðurinn fengið ranga tilsögn.Valdið stjórnarskrárvarið Vald þjóðarinnar er stjórnarskrárvarið, það er hún sem setur stjórnvöldum leikreglur. Í þjóðaratkvæðagreiðslum ræðst niðurstaðan ætíð af vilja meirihluta þeirra kjósenda sem mæta á kjörstað og taka þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu. Vald sem ekki er sprottið frá þjóðinni verður aldrei annað en ofbeldi sem beint er gegn henni. Vilji þjóðarinnar er vilji samfélagsheildarinnar og sá vilji fer saman við almannahagsmuni. Stjórnvald sem vill kallast réttmætt á hverju sinni að lúta skilyrðislaust niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Í öllum lýðræðisríkjum lúta stjórnmálamenn án nokkurra skilyrða niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslna. Þar gildir hið eina að öllum sé tryggður aðgangur að kjörklefa til þess að nýta sér vald sitt, annað er grímulaust valdarán.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun