Sigfús Páll Sigfússon, leikstjórnandi hjá Fram, er á leið í japanska boltann en hann hefur átt í viðræðum við Wakunaga.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en Sigfús Páll myndi feta í fótspor Dags Sigurðssonar sem lék með félaginu á sínum tíma.
„Ég er búinn að leigja út íbúðina mína svo ég verð í slæmum málum ef ekki tekst að hnýta þá fáu lausu enda sem eftir eru,“ sagði Sigfús Páll og vonaðist til að dvelja ytra lengur en í eitt ár.
Móðir hans er japönsk og segir hann að það hafi lengi blundað í sér að flytja út og læra málið. „Mig langar að læra japönskuna í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Sigfús Páll.
Sigfús Páll á leið til Japans
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn