Tesla Model S söluhærri en allar gerðir Ford í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 09:19 Tesla Model S seldist best allra bílgerða og annar rafmagnsbíll var í 3. sæti, Nissan Leaf. Sala á rafmagnsbílum er hvergi hlutfallslega meiri í heiminum en í Noregi. Söluhæsta bílgerðin þar í marsmánuði var Tesla Model S, en hann seldist í 1.493 eintökum bara í þessum eina mánuði. Er það næstum því jafn mikil sala og á fólksbílum á Íslandi það sem af er ári. Í næsta sæti í Noregi á eftir Teslunni var Volkswagen Golf, en af honum seldust þó minna en helmingur en af Tesla Model S. Í þriðja sæti var annar rafmagnsbíll, Nissan Leaf og seldust af honum 425 eintök. Alls hafa selst 2.056 eintök af Tesla Model S í Noregi í ár, talsvert meira en af Golf og Leaf. Til að setja þessar tölur í enn meira samhengi þá seldust fleiri Tesla Model S en af öllum gerðum Ford bíla. Góð sala rafmagnsbíla í Noregi skýrist að miklu leiti af þeim ívilnunum sem rafmagnsbílaeigendur njóta þar, vörugjalda- og skattleysi, fríum bílastæðum, forgangi á akreinum fyrir strætisvagna, fríum vegtollum og fleiri þáttum. Ekki skal þó litið framhjá því að Tesla Model S er samt dýr bíll, en efnahagur íbúa Noregs leyfir slíkan munað. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent
Sala á rafmagnsbílum er hvergi hlutfallslega meiri í heiminum en í Noregi. Söluhæsta bílgerðin þar í marsmánuði var Tesla Model S, en hann seldist í 1.493 eintökum bara í þessum eina mánuði. Er það næstum því jafn mikil sala og á fólksbílum á Íslandi það sem af er ári. Í næsta sæti í Noregi á eftir Teslunni var Volkswagen Golf, en af honum seldust þó minna en helmingur en af Tesla Model S. Í þriðja sæti var annar rafmagnsbíll, Nissan Leaf og seldust af honum 425 eintök. Alls hafa selst 2.056 eintök af Tesla Model S í Noregi í ár, talsvert meira en af Golf og Leaf. Til að setja þessar tölur í enn meira samhengi þá seldust fleiri Tesla Model S en af öllum gerðum Ford bíla. Góð sala rafmagnsbíla í Noregi skýrist að miklu leiti af þeim ívilnunum sem rafmagnsbílaeigendur njóta þar, vörugjalda- og skattleysi, fríum bílastæðum, forgangi á akreinum fyrir strætisvagna, fríum vegtollum og fleiri þáttum. Ekki skal þó litið framhjá því að Tesla Model S er samt dýr bíll, en efnahagur íbúa Noregs leyfir slíkan munað.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent