Tesla Model S söluhærri en allar gerðir Ford í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 09:19 Tesla Model S seldist best allra bílgerða og annar rafmagnsbíll var í 3. sæti, Nissan Leaf. Sala á rafmagnsbílum er hvergi hlutfallslega meiri í heiminum en í Noregi. Söluhæsta bílgerðin þar í marsmánuði var Tesla Model S, en hann seldist í 1.493 eintökum bara í þessum eina mánuði. Er það næstum því jafn mikil sala og á fólksbílum á Íslandi það sem af er ári. Í næsta sæti í Noregi á eftir Teslunni var Volkswagen Golf, en af honum seldust þó minna en helmingur en af Tesla Model S. Í þriðja sæti var annar rafmagnsbíll, Nissan Leaf og seldust af honum 425 eintök. Alls hafa selst 2.056 eintök af Tesla Model S í Noregi í ár, talsvert meira en af Golf og Leaf. Til að setja þessar tölur í enn meira samhengi þá seldust fleiri Tesla Model S en af öllum gerðum Ford bíla. Góð sala rafmagnsbíla í Noregi skýrist að miklu leiti af þeim ívilnunum sem rafmagnsbílaeigendur njóta þar, vörugjalda- og skattleysi, fríum bílastæðum, forgangi á akreinum fyrir strætisvagna, fríum vegtollum og fleiri þáttum. Ekki skal þó litið framhjá því að Tesla Model S er samt dýr bíll, en efnahagur íbúa Noregs leyfir slíkan munað. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent
Sala á rafmagnsbílum er hvergi hlutfallslega meiri í heiminum en í Noregi. Söluhæsta bílgerðin þar í marsmánuði var Tesla Model S, en hann seldist í 1.493 eintökum bara í þessum eina mánuði. Er það næstum því jafn mikil sala og á fólksbílum á Íslandi það sem af er ári. Í næsta sæti í Noregi á eftir Teslunni var Volkswagen Golf, en af honum seldust þó minna en helmingur en af Tesla Model S. Í þriðja sæti var annar rafmagnsbíll, Nissan Leaf og seldust af honum 425 eintök. Alls hafa selst 2.056 eintök af Tesla Model S í Noregi í ár, talsvert meira en af Golf og Leaf. Til að setja þessar tölur í enn meira samhengi þá seldust fleiri Tesla Model S en af öllum gerðum Ford bíla. Góð sala rafmagnsbíla í Noregi skýrist að miklu leiti af þeim ívilnunum sem rafmagnsbílaeigendur njóta þar, vörugjalda- og skattleysi, fríum bílastæðum, forgangi á akreinum fyrir strætisvagna, fríum vegtollum og fleiri þáttum. Ekki skal þó litið framhjá því að Tesla Model S er samt dýr bíll, en efnahagur íbúa Noregs leyfir slíkan munað.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent