Endurreisum Hótel Ísland Björn Jón Bragason skrifar 2. maí 2014 16:05 Fyrir skemmstu risu harðar deilur um áform vinstrimeirihlutans í borgarstjórn um niðurrif hluta Sjálfstæðishússins og fleiri húsa á svokölluðum Landssímareit. Í því sambandi var mikið rætt um „verndun Ingólfstorgs“, en sá er þetta ritar er ekki einn um þá skoðun að það torg sé ákaflega mislukkað. Sér í lagi er umgjörð torgsins sundurlaus, enda voru húsin þar allt í kring ekki hönnuð til að standa við torg. Örlögin höguðu því þannig að eitt mesta glæsihús bæjarins, Hótel Reykjavík, brann til kaldra kola árið 1944, en norðan við það, stóð reisulegt verslunarhús, Austurstræti 1, sem rifið var um 1960. Þarna urðu því til tvö bílaplön beggja vegna vesturenda Austurstrætis, Steindórsplanið og Hallærisplanið. Hugmyndir um torg á þessum slóðum voru lengi í mótun, en stórir brunakaflar í næsta nágrenni bera vitni um ýmsar hugmyndir fyrri tíðar manna um breytingar á þessu umhverfi. Í samkeppni um hönnun svokallaðs Landssímareits komu fram hugmyndir um að færa gömlu húsin inn á torgið, eða byggja á hluta Ingólfstorgs, en í þessu sambandi er rétt að huga að því að torg á norðlægum vindasömum slóðum ættu gjarnan að vera lítil og umlukin háum húsum, enda óvíða skjól. Undirritaðan langar að varpa fram þeirri hugmynd að Ingólfstorg verði lagt niður í núverandi mynd og Hótel Ísland og Austurstræti 1 endurreist þess í stað. Norðan nýs Austurstrætis 1 og sunnan nýja Hótels Íslands yrði þó gert ráð fyrir litlum opnum rýmum þar sem hægt yrði að koma fyrir útikaffihúsum. Hér meðfylgjandi er póstkort sem gefið var út upp úr 1920, en þarna er horft til austurs frá gatnamótum Aðalstrætis og Austurstrætis, gatnamótum sem ekki eru lengur til. Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?„Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?“Björn Jón Bragason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu risu harðar deilur um áform vinstrimeirihlutans í borgarstjórn um niðurrif hluta Sjálfstæðishússins og fleiri húsa á svokölluðum Landssímareit. Í því sambandi var mikið rætt um „verndun Ingólfstorgs“, en sá er þetta ritar er ekki einn um þá skoðun að það torg sé ákaflega mislukkað. Sér í lagi er umgjörð torgsins sundurlaus, enda voru húsin þar allt í kring ekki hönnuð til að standa við torg. Örlögin höguðu því þannig að eitt mesta glæsihús bæjarins, Hótel Reykjavík, brann til kaldra kola árið 1944, en norðan við það, stóð reisulegt verslunarhús, Austurstræti 1, sem rifið var um 1960. Þarna urðu því til tvö bílaplön beggja vegna vesturenda Austurstrætis, Steindórsplanið og Hallærisplanið. Hugmyndir um torg á þessum slóðum voru lengi í mótun, en stórir brunakaflar í næsta nágrenni bera vitni um ýmsar hugmyndir fyrri tíðar manna um breytingar á þessu umhverfi. Í samkeppni um hönnun svokallaðs Landssímareits komu fram hugmyndir um að færa gömlu húsin inn á torgið, eða byggja á hluta Ingólfstorgs, en í þessu sambandi er rétt að huga að því að torg á norðlægum vindasömum slóðum ættu gjarnan að vera lítil og umlukin háum húsum, enda óvíða skjól. Undirritaðan langar að varpa fram þeirri hugmynd að Ingólfstorg verði lagt niður í núverandi mynd og Hótel Ísland og Austurstræti 1 endurreist þess í stað. Norðan nýs Austurstrætis 1 og sunnan nýja Hótels Íslands yrði þó gert ráð fyrir litlum opnum rýmum þar sem hægt yrði að koma fyrir útikaffihúsum. Hér meðfylgjandi er póstkort sem gefið var út upp úr 1920, en þarna er horft til austurs frá gatnamótum Aðalstrætis og Austurstrætis, gatnamótum sem ekki eru lengur til. Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?„Hvernig væri nú að endurvekja að nokkru marki þetta fallega sjónarhorn og gefa framtakssömu fólki kost á að endurreisa þau hús sem þarna stóðu til yndisauka fyrir borgarbúa, jafnt sem gesti?“Björn Jón Bragason
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun