Á Ísland samleið með alræðisvaldhöfum? Þórdís Hauksdóttir skrifar 28. janúar 2014 00:01 Á sama tíma og íslenskir valdhafar auka samkrull við kínversk stjórnvöld hafa þingmenn Evrópuþings farið ýtarlega yfir heimildir sem sýna fram á gróðabrask sömu stjórnvalda með líffæri úr eigin fólki. Niðurstaða Evrópuþingmannanna var nær einróma samþykkt þingsályktunar 12. desember sl. sem fordæmir líffærastuldi (e. forced organ harvesting) Kínastjórnar og hvetur öll aðildarríki til hins sama. Það er því opinbert innan alþjóðasamfélagsins að alræðisríkið sem meirihluti Alþingis vill endilega lögfesta fríverslunarsamning við, fæst við að svipta þegna sína lífi til að búa sér til verðmæti úr líkömum þeirra. Biðtími eftir líffærum er um 2 vikur og fórnarlömbin lifandi lager eigin líffæra. Margir líta svo á að umræddir glæpir gegn mannhelginni séu eitthvað það óhugnanlegasta sem nokkurt ríkisvald hefur aðhafst. Þeir einstaklingar sem ekki eru sammála kínverska kommúnistaflokknum, t.d. hvað varðar tilgang lífsins, geta án dóms og laga orðið söluvara fyrir stjórnvöld og engrar mannúðar gætt við aflífun fórnarlambanna þar sem deyfilyf geta dregið úr gæðum líffæra þeirra.Fjarri sannleikanum Ritskoðuð túlkun eins ríkisfjölmiðils á veruleika 1,3 milljarða fólks hefur blekkt marga vestræna fjölmiðla sem féllu í þá gryfju að telja fréttir af fækkun þrælkunarbúða jákvæðar fyrir þá sem ekki hafa „réttar“ lífsskoðanir í Kína, t.d. lýðræðis- og mannréttindasinna. Sú niðurstaða er þó fjarri sannleikanum því fækkun vinnuþrælkunarbúða hefur þýtt fjölgun eiginlegra fangelsa þar sem pyndingar eru grófari. Ef smáríki á norðurslóðum er í stakk búið að lögfesta fríverslun við fjölmennasta alræðisríkið ætti það að hafa nægilegt hugrekki og burði til að láta alþjóðasamfélagið heyra með formlegum hætti afstöðu herlausrar og friðsamrar þjóðar til líffærastulda í gróðaskyni. Ekki síst er formleg afstaða Íslands nauðsynleg þar sem umræddur fríverslunarsamningur hefur að geyma þagnarskylduákvæði sem gæti þvingað íslenska embættismenn til að hylma yfir mannréttindabrot af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Á Spáni hefur bann við kaupum á líffærum frá Kína verið lögfest og fleiri vestræn ríki undirbúa slík lög. Alþjóðlegu læknasamtökin Doctors Against Forced Organ Harvesting hafa á þessu ári safnað einni og hálfri milljón undirskrifta á heimsvísu þar sem skorað er á SÞ að taka á málinu með formlegum hætti. Á síðastliðnu ári skrifuðu margir íslenskir þingmenn, borgarstjóri og borgarfulltrúar undir sömu áskorun.Afstaða Íslands? Eitthvað er bogið við mælikvarða þjóðar ef fjárhagslegur gróði vegur þyngra á vogarskálum en mannhelgishugsjónin. Því miður opinberaði utanríkisráðherra þá afstöðu í ræðupúlti Alþingis 23. jan. þar sem hann sagðist andsnúinn því að biðjast afsökunar á mannréttindabrotum íslenskra stjórnvalda sem umboðsmaður Alþingis staðfesti en brotin voru þjónkun við kínverskan einræðisherra sem nú er eftirlýstur af Interpol fyrir glæpi gegn mannkyni. Hver er uppspretta slíkrar blekkjandi hugsunar að telja hagkvæmt að finna samhljóm með alræðisvaldhöfum? Heiðarlegt svar óskast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og íslenskir valdhafar auka samkrull við kínversk stjórnvöld hafa þingmenn Evrópuþings farið ýtarlega yfir heimildir sem sýna fram á gróðabrask sömu stjórnvalda með líffæri úr eigin fólki. Niðurstaða Evrópuþingmannanna var nær einróma samþykkt þingsályktunar 12. desember sl. sem fordæmir líffærastuldi (e. forced organ harvesting) Kínastjórnar og hvetur öll aðildarríki til hins sama. Það er því opinbert innan alþjóðasamfélagsins að alræðisríkið sem meirihluti Alþingis vill endilega lögfesta fríverslunarsamning við, fæst við að svipta þegna sína lífi til að búa sér til verðmæti úr líkömum þeirra. Biðtími eftir líffærum er um 2 vikur og fórnarlömbin lifandi lager eigin líffæra. Margir líta svo á að umræddir glæpir gegn mannhelginni séu eitthvað það óhugnanlegasta sem nokkurt ríkisvald hefur aðhafst. Þeir einstaklingar sem ekki eru sammála kínverska kommúnistaflokknum, t.d. hvað varðar tilgang lífsins, geta án dóms og laga orðið söluvara fyrir stjórnvöld og engrar mannúðar gætt við aflífun fórnarlambanna þar sem deyfilyf geta dregið úr gæðum líffæra þeirra.Fjarri sannleikanum Ritskoðuð túlkun eins ríkisfjölmiðils á veruleika 1,3 milljarða fólks hefur blekkt marga vestræna fjölmiðla sem féllu í þá gryfju að telja fréttir af fækkun þrælkunarbúða jákvæðar fyrir þá sem ekki hafa „réttar“ lífsskoðanir í Kína, t.d. lýðræðis- og mannréttindasinna. Sú niðurstaða er þó fjarri sannleikanum því fækkun vinnuþrælkunarbúða hefur þýtt fjölgun eiginlegra fangelsa þar sem pyndingar eru grófari. Ef smáríki á norðurslóðum er í stakk búið að lögfesta fríverslun við fjölmennasta alræðisríkið ætti það að hafa nægilegt hugrekki og burði til að láta alþjóðasamfélagið heyra með formlegum hætti afstöðu herlausrar og friðsamrar þjóðar til líffærastulda í gróðaskyni. Ekki síst er formleg afstaða Íslands nauðsynleg þar sem umræddur fríverslunarsamningur hefur að geyma þagnarskylduákvæði sem gæti þvingað íslenska embættismenn til að hylma yfir mannréttindabrot af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir. Á Spáni hefur bann við kaupum á líffærum frá Kína verið lögfest og fleiri vestræn ríki undirbúa slík lög. Alþjóðlegu læknasamtökin Doctors Against Forced Organ Harvesting hafa á þessu ári safnað einni og hálfri milljón undirskrifta á heimsvísu þar sem skorað er á SÞ að taka á málinu með formlegum hætti. Á síðastliðnu ári skrifuðu margir íslenskir þingmenn, borgarstjóri og borgarfulltrúar undir sömu áskorun.Afstaða Íslands? Eitthvað er bogið við mælikvarða þjóðar ef fjárhagslegur gróði vegur þyngra á vogarskálum en mannhelgishugsjónin. Því miður opinberaði utanríkisráðherra þá afstöðu í ræðupúlti Alþingis 23. jan. þar sem hann sagðist andsnúinn því að biðjast afsökunar á mannréttindabrotum íslenskra stjórnvalda sem umboðsmaður Alþingis staðfesti en brotin voru þjónkun við kínverskan einræðisherra sem nú er eftirlýstur af Interpol fyrir glæpi gegn mannkyni. Hver er uppspretta slíkrar blekkjandi hugsunar að telja hagkvæmt að finna samhljóm með alræðisvaldhöfum? Heiðarlegt svar óskast.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar