Adam Scott ræður til sín nýjan kylfusvein 22. desember 2014 19:00 Scott ásamt Kerr fyrr á árinu. Getty Images Fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott, staðfesti í dag að hann hefði ráðið til sín Mike Kerr sem kylfusvein en eftir að Steve Williams lagði pokan á hilluna fyrr á árinu hefur Scott ekki haft neinn sérstakan kylfusvein. Kerr hafði verið á reynslu hjá Scott á undanförnum vikum og var meðal annars á pokanum hjá honum þegar að Scott endaði í fimmta sæti á Opna ástralska og í öðru sæti á Ástralska PGA-meistaramótinu. Í kjölfarið fékk hann tilboð um að verða næsti kylfusveinn Scott en starfið ætti að gefa vel í aðra hönd þar sem hann hefur á síðustu árum verið einn tekjuhæsti kylfingur heims. „Ég er mjög ánægður með að Mike ákvað að ganga til liðs við mig fyrir næsta tímabil og ég er viss um að við eigum eftir að vinna vel saman inn á golfvellinum og utan hans,“ sagði Scott í tilkynningu. Mike Kerr er frá Zimbabwe en hann hefur starfað sem kylfusveinn á PGA-mótaröðinni sem og þeirri evrópsku. Þar hefur hann aðstoðað kylfinga á borð við Ernie Els, Lee Westwood og Miguel Angel Jimenez en síðast starfaði hann fyrir Thornbjorn Olesen. Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fyrrum besti kylfingur heims, Adam Scott, staðfesti í dag að hann hefði ráðið til sín Mike Kerr sem kylfusvein en eftir að Steve Williams lagði pokan á hilluna fyrr á árinu hefur Scott ekki haft neinn sérstakan kylfusvein. Kerr hafði verið á reynslu hjá Scott á undanförnum vikum og var meðal annars á pokanum hjá honum þegar að Scott endaði í fimmta sæti á Opna ástralska og í öðru sæti á Ástralska PGA-meistaramótinu. Í kjölfarið fékk hann tilboð um að verða næsti kylfusveinn Scott en starfið ætti að gefa vel í aðra hönd þar sem hann hefur á síðustu árum verið einn tekjuhæsti kylfingur heims. „Ég er mjög ánægður með að Mike ákvað að ganga til liðs við mig fyrir næsta tímabil og ég er viss um að við eigum eftir að vinna vel saman inn á golfvellinum og utan hans,“ sagði Scott í tilkynningu. Mike Kerr er frá Zimbabwe en hann hefur starfað sem kylfusveinn á PGA-mótaröðinni sem og þeirri evrópsku. Þar hefur hann aðstoðað kylfinga á borð við Ernie Els, Lee Westwood og Miguel Angel Jimenez en síðast starfaði hann fyrir Thornbjorn Olesen.
Golf Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira