„Á mínu versta tímabili hafði ég mig ekki í svara í símann, tala við vini mína eða hitta þá“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2014 17:29 Kristrún Ösp með syni sínum, Baltasar Berki. Vísir/Heiða „Meðgöngu og fæðingarþunglyndi er ekki ný bóla en það er algengara en margir halda, mína sögu má sennilega rekja til þess þó svo að ég sé nokkuð viss um að ég hafi borið með mér þunglyndi og kvíða löngu fyrir þann tíma en hef þá verið veikari fyrir þunglyndi þegar ég varð ófrísk.“ Þetta segir Kristrún Ösp Barkardóttir í grein sem hún skrifaði á vefsíðu sína í gær. Þar greinir hún frá baráttu sinni við fæðingarþunglyndi og kvíða. Í mars 2012 eignaðist Kristrún barn með fyrrverandi kærasta sínum, lögmanninum Sveini Andri Sveinssyni, en þau slitu sambandi sínu sumarið 2011. Kristrún komst svo að því að hún væri ólétt haustið 2011 og DNA próf leiddi í ljós að Sveinn Andri var pabbinn. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma, eins og Kristrún minnist á í pistli sínum: „Á meðgöngunni var ég í heldur óhefðbundnum aðstæðum, ég vann mikið og óvissan í mínu lífi var mikil. Áreitið sem ég varð fyrir á meðgöngu var verulegt, bæði í daglegu lífi, á internetinu og frá fjölmiðlum. Það hefur ekki orsakað þunglyndið en það ýtti töluvert undir vanlíðan. Í þrjú ár hefur líðan verið eins og verð á gulli eða olíu, algjörlega óútreiknanleg. Ég vissi aldrei hvernig mér myndi líða eftir 5 mínútur eða næsta morgun, það útaf fyrir sig og sú óvissa getur verið erfið. Ég var alltaf meðvituð um það hvernig mér leið en ég ætlaði alltaf að laga og breyta þessu sjálf. Ég var viss um að ég gæti það. Sú raun að eignast barn og að vera óhemju hamingjusöm með nýja hlutverkið sem veitir endalausa gleði og svo sú óhamingju og vonleysi sem þunglyndið hefur upp á að bjóða fléttist saman í flóknar tilfinningar sem verða eiginlega ekki að neinu aðeins dofa sem erfitt er að lýsa betur en svo. Þegar eitthvað kemur uppá fer hinsvegar allt niður á við og tilfinningarnar verða aðeins slæmar, vonleysi, óhamingja og gríðarlegur kvíði. Ég hef frá byrjun sinnt syni mínum hundrað prósent en hugsaði aldrei nægilega vel um mig sjálfa.“ Í pistlinum greinir Kristrún Ösp frá því að það hafi tekið hana langan tíma að horfast í augu við vanda sinn og leita sér hjálpar: „Ég hef geymt þessa færslu í nokkurn tíma vegna ótta að birta hana, við sköpum okkur ímynd fyrir annað fólk og fyrir okkur sjálf, einnig lifum við eftir henni. Mín ímynd hefur oft einkennst af því að vera með harðan skjöld og láta ekkert slá mig útaf af laginu. Sama hvað kemur upp þá held ég andliti með bros á vör. [...] Það að biðja um hjálp og ræða við mína nánustu sem var mér óhugsanlegt í langan tíma en var það eina sem hefði getað hjálpað mér, þegar ég lít til baka skil ég ekki hvað er hræddist, ég hef fengið óendanlegan stuðning frá besta vini mínum, vinkonum og foreldrum. [...] Þunglyndi, kvíði og önnur andleg vandamál leynast víða og það er svo sannarlega ekki sjáanlegt utan á fólki. Ég hef gengið í gegnum allan skalann frá því að vera algjörlega á botni vonleysisins og djúpra hugsana um tilgang lífsins og á þeim tímapunkti er tilgangurinn mjög takmarkaður og frá því að vera hamingjusöm. Á mínu versta tímabili hafði ég mig ekki í svara í símann, tala við vini mína eða hitta þá. Ég er á batavegi, mér líður vel, það að fá hjálp og eftir fyrsta læknistímann var mér svo létt að ég get ekki lýst því, fljótlega eftir það ræddi ég svo við besta vin minn og vinkonu og svo mömmu, skilningurinn var svo mikill og hjálpin að ég skil ekki hvað ég skammaðist mín fyrir.“Hér má sjá pistil Kristrúnar Aspar í heild sinni. Tengdar fréttir Kristrún Ösp eignaðist dreng Kristrún Ösp Barkardóttir fyrirsæta er búin að eignast lítinn dreng. Það vakti mikla athygli í ágúst síðastliðinn þegar Kristrún tilkynnti um það á Facebook að hún væri ólétt, en hún gaf ekkert uppi um faðerni barnsins. 2. mars 2012 17:20 Sveinn Andri stoltur faðir "Það gleður mig að kynna þennan unga og myndarlega pilt, hann heitir Baltasar Börkur og er Sveinsson," segir Sveinn Andri Sveinsson stoltur á facebooksíðu sinni í dag. 24. apríl 2012 15:14 Gjörbreytt Kristrún Ösp Kristrún Ösp Barkardóttir, ein af stjórnendum vefsíðunnar Hún.is, hefur litað hárið brúnt en fyrir var hún ljóshærð. Ef myndirnar eru bornar saman af Kristrúnu má sjá að hún er gjörbreytt í útliti. 24. mars 2013 09:15 Sambandið við Svein Andra fullreynt Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir sem eignaðist frumburðinn Baltasar Börk í byrjun mars vissi ekki hver faðir drengsins var fyrr en í vikunni sem leið. Hún ræðir meðgönguna, samband sitt við Svein Andra Sveinsson, föður drengsins, og bjarta framtíðina. 27. apríl 2012 09:30 Kristrún Ösp einlæg um faðerni drengsins "Ég hafði tilfinningu fyrir því. Ég var alltaf að sjá svipi hjá honum sem minntu mig á Svein Andra, hinsvegar var ég ekki alveg viss en núna þegar það er komið í ljós fer það ekki milli mála," segir fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir sem prýðir forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins, á morgun ásamt syni sínum, Baltasar... 26. apríl 2012 07:45 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
„Meðgöngu og fæðingarþunglyndi er ekki ný bóla en það er algengara en margir halda, mína sögu má sennilega rekja til þess þó svo að ég sé nokkuð viss um að ég hafi borið með mér þunglyndi og kvíða löngu fyrir þann tíma en hef þá verið veikari fyrir þunglyndi þegar ég varð ófrísk.“ Þetta segir Kristrún Ösp Barkardóttir í grein sem hún skrifaði á vefsíðu sína í gær. Þar greinir hún frá baráttu sinni við fæðingarþunglyndi og kvíða. Í mars 2012 eignaðist Kristrún barn með fyrrverandi kærasta sínum, lögmanninum Sveini Andri Sveinssyni, en þau slitu sambandi sínu sumarið 2011. Kristrún komst svo að því að hún væri ólétt haustið 2011 og DNA próf leiddi í ljós að Sveinn Andri var pabbinn. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum á sínum tíma, eins og Kristrún minnist á í pistli sínum: „Á meðgöngunni var ég í heldur óhefðbundnum aðstæðum, ég vann mikið og óvissan í mínu lífi var mikil. Áreitið sem ég varð fyrir á meðgöngu var verulegt, bæði í daglegu lífi, á internetinu og frá fjölmiðlum. Það hefur ekki orsakað þunglyndið en það ýtti töluvert undir vanlíðan. Í þrjú ár hefur líðan verið eins og verð á gulli eða olíu, algjörlega óútreiknanleg. Ég vissi aldrei hvernig mér myndi líða eftir 5 mínútur eða næsta morgun, það útaf fyrir sig og sú óvissa getur verið erfið. Ég var alltaf meðvituð um það hvernig mér leið en ég ætlaði alltaf að laga og breyta þessu sjálf. Ég var viss um að ég gæti það. Sú raun að eignast barn og að vera óhemju hamingjusöm með nýja hlutverkið sem veitir endalausa gleði og svo sú óhamingju og vonleysi sem þunglyndið hefur upp á að bjóða fléttist saman í flóknar tilfinningar sem verða eiginlega ekki að neinu aðeins dofa sem erfitt er að lýsa betur en svo. Þegar eitthvað kemur uppá fer hinsvegar allt niður á við og tilfinningarnar verða aðeins slæmar, vonleysi, óhamingja og gríðarlegur kvíði. Ég hef frá byrjun sinnt syni mínum hundrað prósent en hugsaði aldrei nægilega vel um mig sjálfa.“ Í pistlinum greinir Kristrún Ösp frá því að það hafi tekið hana langan tíma að horfast í augu við vanda sinn og leita sér hjálpar: „Ég hef geymt þessa færslu í nokkurn tíma vegna ótta að birta hana, við sköpum okkur ímynd fyrir annað fólk og fyrir okkur sjálf, einnig lifum við eftir henni. Mín ímynd hefur oft einkennst af því að vera með harðan skjöld og láta ekkert slá mig útaf af laginu. Sama hvað kemur upp þá held ég andliti með bros á vör. [...] Það að biðja um hjálp og ræða við mína nánustu sem var mér óhugsanlegt í langan tíma en var það eina sem hefði getað hjálpað mér, þegar ég lít til baka skil ég ekki hvað er hræddist, ég hef fengið óendanlegan stuðning frá besta vini mínum, vinkonum og foreldrum. [...] Þunglyndi, kvíði og önnur andleg vandamál leynast víða og það er svo sannarlega ekki sjáanlegt utan á fólki. Ég hef gengið í gegnum allan skalann frá því að vera algjörlega á botni vonleysisins og djúpra hugsana um tilgang lífsins og á þeim tímapunkti er tilgangurinn mjög takmarkaður og frá því að vera hamingjusöm. Á mínu versta tímabili hafði ég mig ekki í svara í símann, tala við vini mína eða hitta þá. Ég er á batavegi, mér líður vel, það að fá hjálp og eftir fyrsta læknistímann var mér svo létt að ég get ekki lýst því, fljótlega eftir það ræddi ég svo við besta vin minn og vinkonu og svo mömmu, skilningurinn var svo mikill og hjálpin að ég skil ekki hvað ég skammaðist mín fyrir.“Hér má sjá pistil Kristrúnar Aspar í heild sinni.
Tengdar fréttir Kristrún Ösp eignaðist dreng Kristrún Ösp Barkardóttir fyrirsæta er búin að eignast lítinn dreng. Það vakti mikla athygli í ágúst síðastliðinn þegar Kristrún tilkynnti um það á Facebook að hún væri ólétt, en hún gaf ekkert uppi um faðerni barnsins. 2. mars 2012 17:20 Sveinn Andri stoltur faðir "Það gleður mig að kynna þennan unga og myndarlega pilt, hann heitir Baltasar Börkur og er Sveinsson," segir Sveinn Andri Sveinsson stoltur á facebooksíðu sinni í dag. 24. apríl 2012 15:14 Gjörbreytt Kristrún Ösp Kristrún Ösp Barkardóttir, ein af stjórnendum vefsíðunnar Hún.is, hefur litað hárið brúnt en fyrir var hún ljóshærð. Ef myndirnar eru bornar saman af Kristrúnu má sjá að hún er gjörbreytt í útliti. 24. mars 2013 09:15 Sambandið við Svein Andra fullreynt Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir sem eignaðist frumburðinn Baltasar Börk í byrjun mars vissi ekki hver faðir drengsins var fyrr en í vikunni sem leið. Hún ræðir meðgönguna, samband sitt við Svein Andra Sveinsson, föður drengsins, og bjarta framtíðina. 27. apríl 2012 09:30 Kristrún Ösp einlæg um faðerni drengsins "Ég hafði tilfinningu fyrir því. Ég var alltaf að sjá svipi hjá honum sem minntu mig á Svein Andra, hinsvegar var ég ekki alveg viss en núna þegar það er komið í ljós fer það ekki milli mála," segir fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir sem prýðir forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins, á morgun ásamt syni sínum, Baltasar... 26. apríl 2012 07:45 Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Kristrún Ösp eignaðist dreng Kristrún Ösp Barkardóttir fyrirsæta er búin að eignast lítinn dreng. Það vakti mikla athygli í ágúst síðastliðinn þegar Kristrún tilkynnti um það á Facebook að hún væri ólétt, en hún gaf ekkert uppi um faðerni barnsins. 2. mars 2012 17:20
Sveinn Andri stoltur faðir "Það gleður mig að kynna þennan unga og myndarlega pilt, hann heitir Baltasar Börkur og er Sveinsson," segir Sveinn Andri Sveinsson stoltur á facebooksíðu sinni í dag. 24. apríl 2012 15:14
Gjörbreytt Kristrún Ösp Kristrún Ösp Barkardóttir, ein af stjórnendum vefsíðunnar Hún.is, hefur litað hárið brúnt en fyrir var hún ljóshærð. Ef myndirnar eru bornar saman af Kristrúnu má sjá að hún er gjörbreytt í útliti. 24. mars 2013 09:15
Sambandið við Svein Andra fullreynt Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir sem eignaðist frumburðinn Baltasar Börk í byrjun mars vissi ekki hver faðir drengsins var fyrr en í vikunni sem leið. Hún ræðir meðgönguna, samband sitt við Svein Andra Sveinsson, föður drengsins, og bjarta framtíðina. 27. apríl 2012 09:30
Kristrún Ösp einlæg um faðerni drengsins "Ég hafði tilfinningu fyrir því. Ég var alltaf að sjá svipi hjá honum sem minntu mig á Svein Andra, hinsvegar var ég ekki alveg viss en núna þegar það er komið í ljós fer það ekki milli mála," segir fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir sem prýðir forsíðu Lífsins, fylgiblað Fréttablaðsins, á morgun ásamt syni sínum, Baltasar... 26. apríl 2012 07:45