Helstu tæki ársins 2014 Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2014 14:51 Fjöldin allur af raftækjum voru kynnt á árinu sem nú er að líða. Vísir/AFP Fjöldin allur af raftækjum voru kynnt á árinu sem nú er að líða. Símar, tölvur, myndavélar og snjallúr. Þróunin virðist vera gífurlega hröð. Vísir stiklaði á stóru yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. Fjölmörg snjallúr litu dagsins ljós á árinu en úrið frá LG, G Watch R, þykir vera það besta. Þar að auki er það dýrasta snjallúrið á hratt stækkandi markaði. Úrið fékk góða dóma fyrir útlit og rafhlöðuendingu. Tæknirisinn Apple kynnti nýja borðtölvu á árinu sem stærir af hæstu upplausn sem tölvuskjáir bjóða yfir. Apple iMac with 5K Retina Display fékk stórgóða dóma þrátt fyrir hátt verð. Þá þykja burðir tölvunnar vera miklir. Spjaldtölvan frá Microsoft, Surface Pro 3, er enn einn naglinn í líkkistu fartölvunnar. Hún er álíka kraftmikil og flestar fartölvur og er einmitt ætlað til að þess að leysa fartölvur af hólmi og hefur farið vel af stað á heimsvísu. Þrátt fyrir það fylgir lyklaborðið ekki með þegar spjaldtölvan er keypt. Lyklaborðið þykir einnig ekki vera nægilega gott. Apple kynnti einnig nýjan iPad ár árinu, sem heitir iPad Air 2. Sá er minnsta spjaldtölva fyrirtækisins og jafnframt sú kraftmesta. Oculus Rift gaf frá sér nýjan þróunarbúnað á árinu, en sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins munu koma í verslanir á næsta ári. Oculus Rift þykir efnilegast af þeim sýndarveruleikabúnaði sem er í þróun í dag. Apple kynnti loks stærri útgáfu af iPhone síma fyrirtækisins, iPhone 6 Plus, eftir að notendur höfðu farið fram á það um árabil. Síminn hefur selst gífurlega vel á heimsvísu þrátt fyrir að talað hafi verið um að síminn bogni auðveldlega. Starfsmenn Samsung hugsa oft út fyrir ramman þegar kemur að hönnun síma og þar er Samsung Galaxy Note Edge engin undartekning. Á hlið símans er kúptur skjár sem notaður er fyrir tilkynningar og margt fleira. Skjár símans þykir vera einn besti skjár sem snjallsímar státa af. Fyrirtækið GoPro kynnti nýja myndavél á árinu, GoPro Hero4, sem býður upp á hærri upplausn og snertiskjá sem auðveldar viðmót. Rafhlöður vélarinnar hafa þó verið gagnrýndar, en hún er þó talin vera stórt skref áfram fyrir GoPro. Fréttir ársins 2014 Tækni Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Fjöldin allur af raftækjum voru kynnt á árinu sem nú er að líða. Símar, tölvur, myndavélar og snjallúr. Þróunin virðist vera gífurlega hröð. Vísir stiklaði á stóru yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. Fjölmörg snjallúr litu dagsins ljós á árinu en úrið frá LG, G Watch R, þykir vera það besta. Þar að auki er það dýrasta snjallúrið á hratt stækkandi markaði. Úrið fékk góða dóma fyrir útlit og rafhlöðuendingu. Tæknirisinn Apple kynnti nýja borðtölvu á árinu sem stærir af hæstu upplausn sem tölvuskjáir bjóða yfir. Apple iMac with 5K Retina Display fékk stórgóða dóma þrátt fyrir hátt verð. Þá þykja burðir tölvunnar vera miklir. Spjaldtölvan frá Microsoft, Surface Pro 3, er enn einn naglinn í líkkistu fartölvunnar. Hún er álíka kraftmikil og flestar fartölvur og er einmitt ætlað til að þess að leysa fartölvur af hólmi og hefur farið vel af stað á heimsvísu. Þrátt fyrir það fylgir lyklaborðið ekki með þegar spjaldtölvan er keypt. Lyklaborðið þykir einnig ekki vera nægilega gott. Apple kynnti einnig nýjan iPad ár árinu, sem heitir iPad Air 2. Sá er minnsta spjaldtölva fyrirtækisins og jafnframt sú kraftmesta. Oculus Rift gaf frá sér nýjan þróunarbúnað á árinu, en sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins munu koma í verslanir á næsta ári. Oculus Rift þykir efnilegast af þeim sýndarveruleikabúnaði sem er í þróun í dag. Apple kynnti loks stærri útgáfu af iPhone síma fyrirtækisins, iPhone 6 Plus, eftir að notendur höfðu farið fram á það um árabil. Síminn hefur selst gífurlega vel á heimsvísu þrátt fyrir að talað hafi verið um að síminn bogni auðveldlega. Starfsmenn Samsung hugsa oft út fyrir ramman þegar kemur að hönnun síma og þar er Samsung Galaxy Note Edge engin undartekning. Á hlið símans er kúptur skjár sem notaður er fyrir tilkynningar og margt fleira. Skjár símans þykir vera einn besti skjár sem snjallsímar státa af. Fyrirtækið GoPro kynnti nýja myndavél á árinu, GoPro Hero4, sem býður upp á hærri upplausn og snertiskjá sem auðveldar viðmót. Rafhlöður vélarinnar hafa þó verið gagnrýndar, en hún er þó talin vera stórt skref áfram fyrir GoPro.
Fréttir ársins 2014 Tækni Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira