Keflvíkingar hoppuðu upp um þrjú sæti rétt fyrir jólafrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2014 21:13 Guðmundur Jónsson Vísir/Daníel Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Haukum, 85-75, í lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en sigurinn skilar Keflavíkurliðinu í fimmta sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að halda Alex Francis niðri og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna síðustu níu mínúturnar 23-9. Haukarnir áttu möguleika á því að taka þriðja sætið af Stjörnunni en tókst ekki að fylgja á eftir frábærum sigri á Tindastól í síðasta leik. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins William Thomas Graves VI í þessum leik en hann er farinn til Ísrael. Damon Johnson er líka enn meiddur en Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk með að klára leikinn án þessara frábæru leikmanna. Keflavík var í áttunda sæti fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti. Liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Njarðvík en ofar á sigrinum í innbyrðisleik Reykjanesbæjarliðanna. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í Keflavíkurliðinu en hann skoraði 11 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hin gamalreyndi Gunnar Einarsson (15 stig) átti sinn besta leik með Keflavík í vetur og Valur Orri Valsson (15 stig) var einnig mjög öflugur. Emil Barja var með 15 stig hjá Haukum og Alex Francis bætti við 14 stigum og 14 fráköstum. Francis nýtti aðeins 4 af 14 skotum sínum og tapaði alls 11 boltum en hann komst lítið áleiðis gegn grimmum Keflvíkingum. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-20, og náðu mest ellefu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum. Haukarnir voru síðan komnir 36-25 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingum tókt að jafna metin í 43-43 fyrir hálfleik eftir frábæran sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk í röð. Valur Orri Valsson kom að öllum þessum tíu stigum, skoraði fimm sjálfur og átti stoðsendingarnar í hinar tvær körfurnar. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust bæði í 40-44 og 57-52 en Haukar svöruðu þá með sex stigum í röð og komust aftur yfir. Emil Barja kláraði síðan leikhlutann á því að koma Haukum fjórum stigum yfir, 63-59, með því að setja niður tvö vítaskot. Haukar voru 66-62 yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar unnu lokakafla leiksins 23-9 og tryggðu sér flottan sigur.Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 6, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Steinar Aronsson 1, Kristján Leifur Sverrisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Haukum, 85-75, í lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en sigurinn skilar Keflavíkurliðinu í fimmta sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að halda Alex Francis niðri og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna síðustu níu mínúturnar 23-9. Haukarnir áttu möguleika á því að taka þriðja sætið af Stjörnunni en tókst ekki að fylgja á eftir frábærum sigri á Tindastól í síðasta leik. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins William Thomas Graves VI í þessum leik en hann er farinn til Ísrael. Damon Johnson er líka enn meiddur en Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk með að klára leikinn án þessara frábæru leikmanna. Keflavík var í áttunda sæti fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti. Liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Njarðvík en ofar á sigrinum í innbyrðisleik Reykjanesbæjarliðanna. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í Keflavíkurliðinu en hann skoraði 11 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hin gamalreyndi Gunnar Einarsson (15 stig) átti sinn besta leik með Keflavík í vetur og Valur Orri Valsson (15 stig) var einnig mjög öflugur. Emil Barja var með 15 stig hjá Haukum og Alex Francis bætti við 14 stigum og 14 fráköstum. Francis nýtti aðeins 4 af 14 skotum sínum og tapaði alls 11 boltum en hann komst lítið áleiðis gegn grimmum Keflvíkingum. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-20, og náðu mest ellefu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum. Haukarnir voru síðan komnir 36-25 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingum tókt að jafna metin í 43-43 fyrir hálfleik eftir frábæran sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk í röð. Valur Orri Valsson kom að öllum þessum tíu stigum, skoraði fimm sjálfur og átti stoðsendingarnar í hinar tvær körfurnar. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust bæði í 40-44 og 57-52 en Haukar svöruðu þá með sex stigum í röð og komust aftur yfir. Emil Barja kláraði síðan leikhlutann á því að koma Haukum fjórum stigum yfir, 63-59, með því að setja niður tvö vítaskot. Haukar voru 66-62 yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar unnu lokakafla leiksins 23-9 og tryggðu sér flottan sigur.Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 6, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Steinar Aronsson 1, Kristján Leifur Sverrisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira