Verðsamráðsmálið: Telur að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir lögreglurannsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 11:11 Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Fyrirtaka var í verðsamráðsmáli sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Verjandi eins mannanna fór fram á það fyrir héraðsdómi að ákæru á hendur skjólstæðingi sínum yrði vísað frá. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í verðsamráði verslananna til að koma í veg fyrir að þær ættu í samkeppni. Hann var um tvítugt þegar meint brot hans áttu sér stað og starfaði sem sölumaður í einni af verslununum. Er hann ákærður fyrir að hafa athugað verð samkeppnisaðila í símtali við einn af starfsmönnum þeirrar verslunar. Upplýsti maðurinn svo yfirmann sinn um verðin í tölvupósti. Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Því hafi ekki verið lagaskilyrði fyrir því að hefja sakamálarannsókn þar sem þau brot sem manninum er gefið að sök hafi aðeins getað sætt lögreglurannsókn að undangenginni kæru Samkeppniseftirlitsins. Verjandi mannsins sagði að með því að kæra hann ekki hefði eftirlitið bundið hendur lögreglu. Lögreglu hefði ekki verið heimilt að hefja sakamálarannsókn vegna þessa. Verjandinn sagði að svo virtist sem að Samkeppniseftirlitið hefði ekki talið að maðurinn hefði gerst sekur um brot á samkeppnislögum, eða í öllu falli að í samræmi við alvarleika brotsins hafi ekki verið ástæða til þess að kæra hann til lögreglu. Þessu hafnaði ákæruvaldið og sagði að ekki þyrfti sérstaklega að nafngreina einstakling í skriflegri kæru Samkeppniseftirlitsins til lögreglu. Þá hefði lögregla heimild til þess samkvæmt sakamálalögum að hefja rannsókn að eigin frumkvæði þegar grunur vaknar um refsiverða háttsemi eða ný gögn koma fram í málum. Það sé því ekki undir sérhæfðu stjórnvaldi komið, eins og Samkeppniseftirlitinu, að ákveða hvort mál er rannsakað eða ekki, heldur liggur sú ákvörðun hjá lögreglu. Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Fyrirtaka var í verðsamráðsmáli sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Verjandi eins mannanna fór fram á það fyrir héraðsdómi að ákæru á hendur skjólstæðingi sínum yrði vísað frá. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í verðsamráði verslananna til að koma í veg fyrir að þær ættu í samkeppni. Hann var um tvítugt þegar meint brot hans áttu sér stað og starfaði sem sölumaður í einni af verslununum. Er hann ákærður fyrir að hafa athugað verð samkeppnisaðila í símtali við einn af starfsmönnum þeirrar verslunar. Upplýsti maðurinn svo yfirmann sinn um verðin í tölvupósti. Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Því hafi ekki verið lagaskilyrði fyrir því að hefja sakamálarannsókn þar sem þau brot sem manninum er gefið að sök hafi aðeins getað sætt lögreglurannsókn að undangenginni kæru Samkeppniseftirlitsins. Verjandi mannsins sagði að með því að kæra hann ekki hefði eftirlitið bundið hendur lögreglu. Lögreglu hefði ekki verið heimilt að hefja sakamálarannsókn vegna þessa. Verjandinn sagði að svo virtist sem að Samkeppniseftirlitið hefði ekki talið að maðurinn hefði gerst sekur um brot á samkeppnislögum, eða í öllu falli að í samræmi við alvarleika brotsins hafi ekki verið ástæða til þess að kæra hann til lögreglu. Þessu hafnaði ákæruvaldið og sagði að ekki þyrfti sérstaklega að nafngreina einstakling í skriflegri kæru Samkeppniseftirlitsins til lögreglu. Þá hefði lögregla heimild til þess samkvæmt sakamálalögum að hefja rannsókn að eigin frumkvæði þegar grunur vaknar um refsiverða háttsemi eða ný gögn koma fram í málum. Það sé því ekki undir sérhæfðu stjórnvaldi komið, eins og Samkeppniseftirlitinu, að ákveða hvort mál er rannsakað eða ekki, heldur liggur sú ákvörðun hjá lögreglu.
Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44
Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06
Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35
Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22
Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50