Verðsamráðsmálið: Telur að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir lögreglurannsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 11:11 Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Fyrirtaka var í verðsamráðsmáli sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Verjandi eins mannanna fór fram á það fyrir héraðsdómi að ákæru á hendur skjólstæðingi sínum yrði vísað frá. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í verðsamráði verslananna til að koma í veg fyrir að þær ættu í samkeppni. Hann var um tvítugt þegar meint brot hans áttu sér stað og starfaði sem sölumaður í einni af verslununum. Er hann ákærður fyrir að hafa athugað verð samkeppnisaðila í símtali við einn af starfsmönnum þeirrar verslunar. Upplýsti maðurinn svo yfirmann sinn um verðin í tölvupósti. Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Því hafi ekki verið lagaskilyrði fyrir því að hefja sakamálarannsókn þar sem þau brot sem manninum er gefið að sök hafi aðeins getað sætt lögreglurannsókn að undangenginni kæru Samkeppniseftirlitsins. Verjandi mannsins sagði að með því að kæra hann ekki hefði eftirlitið bundið hendur lögreglu. Lögreglu hefði ekki verið heimilt að hefja sakamálarannsókn vegna þessa. Verjandinn sagði að svo virtist sem að Samkeppniseftirlitið hefði ekki talið að maðurinn hefði gerst sekur um brot á samkeppnislögum, eða í öllu falli að í samræmi við alvarleika brotsins hafi ekki verið ástæða til þess að kæra hann til lögreglu. Þessu hafnaði ákæruvaldið og sagði að ekki þyrfti sérstaklega að nafngreina einstakling í skriflegri kæru Samkeppniseftirlitsins til lögreglu. Þá hefði lögregla heimild til þess samkvæmt sakamálalögum að hefja rannsókn að eigin frumkvæði þegar grunur vaknar um refsiverða háttsemi eða ný gögn koma fram í málum. Það sé því ekki undir sérhæfðu stjórnvaldi komið, eins og Samkeppniseftirlitinu, að ákveða hvort mál er rannsakað eða ekki, heldur liggur sú ákvörðun hjá lögreglu. Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Fyrirtaka var í verðsamráðsmáli sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Verjandi eins mannanna fór fram á það fyrir héraðsdómi að ákæru á hendur skjólstæðingi sínum yrði vísað frá. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í verðsamráði verslananna til að koma í veg fyrir að þær ættu í samkeppni. Hann var um tvítugt þegar meint brot hans áttu sér stað og starfaði sem sölumaður í einni af verslununum. Er hann ákærður fyrir að hafa athugað verð samkeppnisaðila í símtali við einn af starfsmönnum þeirrar verslunar. Upplýsti maðurinn svo yfirmann sinn um verðin í tölvupósti. Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Því hafi ekki verið lagaskilyrði fyrir því að hefja sakamálarannsókn þar sem þau brot sem manninum er gefið að sök hafi aðeins getað sætt lögreglurannsókn að undangenginni kæru Samkeppniseftirlitsins. Verjandi mannsins sagði að með því að kæra hann ekki hefði eftirlitið bundið hendur lögreglu. Lögreglu hefði ekki verið heimilt að hefja sakamálarannsókn vegna þessa. Verjandinn sagði að svo virtist sem að Samkeppniseftirlitið hefði ekki talið að maðurinn hefði gerst sekur um brot á samkeppnislögum, eða í öllu falli að í samræmi við alvarleika brotsins hafi ekki verið ástæða til þess að kæra hann til lögreglu. Þessu hafnaði ákæruvaldið og sagði að ekki þyrfti sérstaklega að nafngreina einstakling í skriflegri kæru Samkeppniseftirlitsins til lögreglu. Þá hefði lögregla heimild til þess samkvæmt sakamálalögum að hefja rannsókn að eigin frumkvæði þegar grunur vaknar um refsiverða háttsemi eða ný gögn koma fram í málum. Það sé því ekki undir sérhæfðu stjórnvaldi komið, eins og Samkeppniseftirlitinu, að ákveða hvort mál er rannsakað eða ekki, heldur liggur sú ákvörðun hjá lögreglu.
Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44
Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06
Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35
Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22
Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50