Verðsamráðsmálið: Telur að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir lögreglurannsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 11:11 Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Fyrirtaka var í verðsamráðsmáli sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Verjandi eins mannanna fór fram á það fyrir héraðsdómi að ákæru á hendur skjólstæðingi sínum yrði vísað frá. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í verðsamráði verslananna til að koma í veg fyrir að þær ættu í samkeppni. Hann var um tvítugt þegar meint brot hans áttu sér stað og starfaði sem sölumaður í einni af verslununum. Er hann ákærður fyrir að hafa athugað verð samkeppnisaðila í símtali við einn af starfsmönnum þeirrar verslunar. Upplýsti maðurinn svo yfirmann sinn um verðin í tölvupósti. Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Því hafi ekki verið lagaskilyrði fyrir því að hefja sakamálarannsókn þar sem þau brot sem manninum er gefið að sök hafi aðeins getað sætt lögreglurannsókn að undangenginni kæru Samkeppniseftirlitsins. Verjandi mannsins sagði að með því að kæra hann ekki hefði eftirlitið bundið hendur lögreglu. Lögreglu hefði ekki verið heimilt að hefja sakamálarannsókn vegna þessa. Verjandinn sagði að svo virtist sem að Samkeppniseftirlitið hefði ekki talið að maðurinn hefði gerst sekur um brot á samkeppnislögum, eða í öllu falli að í samræmi við alvarleika brotsins hafi ekki verið ástæða til þess að kæra hann til lögreglu. Þessu hafnaði ákæruvaldið og sagði að ekki þyrfti sérstaklega að nafngreina einstakling í skriflegri kæru Samkeppniseftirlitsins til lögreglu. Þá hefði lögregla heimild til þess samkvæmt sakamálalögum að hefja rannsókn að eigin frumkvæði þegar grunur vaknar um refsiverða háttsemi eða ný gögn koma fram í málum. Það sé því ekki undir sérhæfðu stjórnvaldi komið, eins og Samkeppniseftirlitinu, að ákveða hvort mál er rannsakað eða ekki, heldur liggur sú ákvörðun hjá lögreglu. Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Fyrirtaka var í verðsamráðsmáli sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Verjandi eins mannanna fór fram á það fyrir héraðsdómi að ákæru á hendur skjólstæðingi sínum yrði vísað frá. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í verðsamráði verslananna til að koma í veg fyrir að þær ættu í samkeppni. Hann var um tvítugt þegar meint brot hans áttu sér stað og starfaði sem sölumaður í einni af verslununum. Er hann ákærður fyrir að hafa athugað verð samkeppnisaðila í símtali við einn af starfsmönnum þeirrar verslunar. Upplýsti maðurinn svo yfirmann sinn um verðin í tölvupósti. Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Því hafi ekki verið lagaskilyrði fyrir því að hefja sakamálarannsókn þar sem þau brot sem manninum er gefið að sök hafi aðeins getað sætt lögreglurannsókn að undangenginni kæru Samkeppniseftirlitsins. Verjandi mannsins sagði að með því að kæra hann ekki hefði eftirlitið bundið hendur lögreglu. Lögreglu hefði ekki verið heimilt að hefja sakamálarannsókn vegna þessa. Verjandinn sagði að svo virtist sem að Samkeppniseftirlitið hefði ekki talið að maðurinn hefði gerst sekur um brot á samkeppnislögum, eða í öllu falli að í samræmi við alvarleika brotsins hafi ekki verið ástæða til þess að kæra hann til lögreglu. Þessu hafnaði ákæruvaldið og sagði að ekki þyrfti sérstaklega að nafngreina einstakling í skriflegri kæru Samkeppniseftirlitsins til lögreglu. Þá hefði lögregla heimild til þess samkvæmt sakamálalögum að hefja rannsókn að eigin frumkvæði þegar grunur vaknar um refsiverða háttsemi eða ný gögn koma fram í málum. Það sé því ekki undir sérhæfðu stjórnvaldi komið, eins og Samkeppniseftirlitinu, að ákveða hvort mál er rannsakað eða ekki, heldur liggur sú ákvörðun hjá lögreglu.
Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44
Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06
Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35
Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22
Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun