Erlent

Átta ára drengur látinn losa stíflu í klósetti með berum höndum

Samúel Karl Ólason skrifar
þegar barnið gat ekki losað stífluna gerði kennarinn það sjálfur.
þegar barnið gat ekki losað stífluna gerði kennarinn það sjálfur. Vísir/Getty
Bandarískur kennari sem skipaði átta ára barni að losa stíflað klósett með berum höndum var ávíttur í starfi, en foreldrar barnsins vilja að honum verði refsað frekar. Foreldrarnir kvörtuðu til skólans eftir að sonur þeirra sagði þeim frá atvikinu.

Drengurinn tilkynnti kennaranum, sem hefur kennt í 23 ár, að klósettið væri stíflað, en hann sagði honum að losa stífluna með berum höndum. Drengnum tókst að losa stífluna að einhverju leyti, en kennarinn stakk hendinni í klósettið og losaði stífluna að fullu sjálfur.

Skólastjóri skólans tilkynnti kennaranum að ef annað atvik kæmi upp yrði honum sagt upp og skipaði honum að fara á námskeið í hreinlæti, samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ég er viss um að rétta ákvörðunin hefði verið að kalla á húsvörð,“ sagði skólastjórinn George Juarez. Hann sagðist harma atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×