Tiger Woods átti hræðilega endurkomu á golfvöllinn 4. desember 2014 22:05 Tiger var hálf bugaður á Isleworth. AP Tiger Woods átti dag á golfvellinum sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst en eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá keppnisgolfi snéri hann til baka á Hero World Challenge í kvöld. Woods lék fyrsta hring á Isleworth vellinum á 77 höggum eða fimm yfir pari, en hann gerði sig sekur um mörg klaufaleg byrjendamistök í kring um flatirnar. Það var á tímum pínlegt að horfa á Woods sem virkaði greinilega ryðgaður eftir fjarveru sína en hann fékk skolla á fyrstu tveimur holunum, komst aldrei almennilega í gang og situr í síðasta sæti mótsins. Á meðan fór Jordan Spieth á kostum en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Hann sigraði á Emirates Australian Open um síðustu helgi eftir magnaðan lokahring upp á 63 högg en þessi ungi Bandaríkjamaður virðist vera í frábæru formi þessa dagana. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, deilir öðru sætinu á fimm höggum undir pari ásamt Rickie Fowler, Steve Stricker og Henrik Stenson. Annar hringur á Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á morgun frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni. Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods átti dag á golfvellinum sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst en eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða frí frá keppnisgolfi snéri hann til baka á Hero World Challenge í kvöld. Woods lék fyrsta hring á Isleworth vellinum á 77 höggum eða fimm yfir pari, en hann gerði sig sekur um mörg klaufaleg byrjendamistök í kring um flatirnar. Það var á tímum pínlegt að horfa á Woods sem virkaði greinilega ryðgaður eftir fjarveru sína en hann fékk skolla á fyrstu tveimur holunum, komst aldrei almennilega í gang og situr í síðasta sæti mótsins. Á meðan fór Jordan Spieth á kostum en hann leiðir mótið eftir fyrsta hring upp á 66 högg eða sex undir pari. Hann sigraði á Emirates Australian Open um síðustu helgi eftir magnaðan lokahring upp á 63 högg en þessi ungi Bandaríkjamaður virðist vera í frábæru formi þessa dagana. Sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson, deilir öðru sætinu á fimm höggum undir pari ásamt Rickie Fowler, Steve Stricker og Henrik Stenson. Annar hringur á Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á morgun frá klukkan 19:00 á Golfstöðinni.
Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira