Slash ruglaðist á Birgi í Dimmu og Psy Bjarki Ármannsson skrifar 7. desember 2014 19:24 Dæmi hver fyrir sig. Vísir/Ernir/Getty Birgir Jónsson, trommari þungarokkssveitarinnar Dimmu, greinir frá skemmtilegu atviki á Facebook-síðu sinni í dag sem á að hafa átt sér stað baksviðs á tónleikum Myles Kennedy and the Conspirators. Þar hitaði Dimma upp fyrir gítargoðsögnina Slash og félaga í Conspirators, en Slash á að hafa ruglast á Birgi og öðrum þekktum einstakling. „Það sem er fyndið við þetta er að það hefur verið grínast um þetta frá því að ég var yngri, að ég sé pínu asískur í útliti,“ segir Birgir í samtali við Vísi. „Þetta hefur verið djók í mínum vinahópi. Ég var kallaður Biggi Bruce Lee í Kópavoginum og svona.“ Birgir, sem einnig er aðstoðarforstjóri Wow air, lýsir því færslu sinni að hann hafi verið ansi uppi með sér þegar Slash gekk upp að honum og kvaðst reglulega horfa á myndbönd hans á Youtube með börnum sínum. Enda Birgir duglegur að setja þangað inn myndbönd af sér að tromma. Það runnu þó á okkar mann tvær grímur þegar Slash fór að segja frá síðustu heimsókn sinni til Seoul, „heimabæjar“ Birgis. Kom þá í ljós að gítarhetjan fræga hafði talið Birgi vera suður-kóresku poppstjörnuna Psy, sem þekktastur er fyrir smellinn Gangnam Style, þótt nokkuð ótrúlegt megi virðast. „Þetta var eldsnöggt og kannski aðeins fært í stílinn í færslunni,“ útskýrir Birgir. „Svo veit maður ekki hvort hann var að grínast. Hann er bara þarna með speglagleraugun og pípuhattinn og maður er bara stífur að tala við Slash.“ Hvort sem goðsögnin var að grínast eður ei, kveðst Birgir hæstánægður með að hitta Slash og hljómsveitina. „Þetta var rosa gott partí,“ segir hann. „Þetta var líka síðasta kvöldið á túrnum þeirra þannig að það var smá galsi í þeim.“ Facebook-færslu Birgis má lesa hér fyrir neðan. Innlegg frá Birgir Jónsson. Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Birgir Jónsson, trommari þungarokkssveitarinnar Dimmu, greinir frá skemmtilegu atviki á Facebook-síðu sinni í dag sem á að hafa átt sér stað baksviðs á tónleikum Myles Kennedy and the Conspirators. Þar hitaði Dimma upp fyrir gítargoðsögnina Slash og félaga í Conspirators, en Slash á að hafa ruglast á Birgi og öðrum þekktum einstakling. „Það sem er fyndið við þetta er að það hefur verið grínast um þetta frá því að ég var yngri, að ég sé pínu asískur í útliti,“ segir Birgir í samtali við Vísi. „Þetta hefur verið djók í mínum vinahópi. Ég var kallaður Biggi Bruce Lee í Kópavoginum og svona.“ Birgir, sem einnig er aðstoðarforstjóri Wow air, lýsir því færslu sinni að hann hafi verið ansi uppi með sér þegar Slash gekk upp að honum og kvaðst reglulega horfa á myndbönd hans á Youtube með börnum sínum. Enda Birgir duglegur að setja þangað inn myndbönd af sér að tromma. Það runnu þó á okkar mann tvær grímur þegar Slash fór að segja frá síðustu heimsókn sinni til Seoul, „heimabæjar“ Birgis. Kom þá í ljós að gítarhetjan fræga hafði talið Birgi vera suður-kóresku poppstjörnuna Psy, sem þekktastur er fyrir smellinn Gangnam Style, þótt nokkuð ótrúlegt megi virðast. „Þetta var eldsnöggt og kannski aðeins fært í stílinn í færslunni,“ útskýrir Birgir. „Svo veit maður ekki hvort hann var að grínast. Hann er bara þarna með speglagleraugun og pípuhattinn og maður er bara stífur að tala við Slash.“ Hvort sem goðsögnin var að grínast eður ei, kveðst Birgir hæstánægður með að hitta Slash og hljómsveitina. „Þetta var rosa gott partí,“ segir hann. „Þetta var líka síðasta kvöldið á túrnum þeirra þannig að það var smá galsi í þeim.“ Facebook-færslu Birgis má lesa hér fyrir neðan. Innlegg frá Birgir Jónsson.
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira