Hagnaður OR 7,9 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2014 16:20 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að rekstur Orkuveitunnar sé í góðu horfi. Vísir/GVA Hagnaður Orkuveitusamstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 nam 7,9 milljörðum króna og og rekstrarhagnaður (EBIT) var 11,3 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að eiginfjárhlutfall fyrirtækisins hafi hækkað stöðugt með niðurgreiðslu skulda undanfarin ár, sé nú 31,1% og hafi meira en tvöfaldast frá hruni. Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrstu níu mánuði ársins var staðfestur af stjórn og forstjóra í dag. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að rekstur Orkuveitunnar sé í góðu horfi og nú sé mikilvægum áfanga náð í að styrkja efnahaginn. „Með því hefur fyrirtækið aðgang að fjármálamörkuðum sem er mikilvægt því enn vinnum við að því að styrkja lausafjárstöðuna. Þannig er fyrirtækið betur búið undir ófyrirséðar breytingar í rekstarumhverfinu. Bættur rekstur, bættur efnahagur og bættar áhættuvarnir eru nauðsynlegar til að Orkuveitan geti sinnt sínum grundvallarverkefnum; að fólk eigi greiðan aðgang að rafmagni, heitu vatni og köldu og traustri fráveitu á sanngjörnu verði.“ Í tilkynningunni segir að grunninn að bættum efnahag Orkuveitunnar megi rekja til Plansins, aðgerðaáætlunar sem innleidd var vorið 2011. „Árangur af öllum þáttum þessarar meira en 50 milljarða áætlunar er umfram markmið. Þannig hefur rekstrarkostnaður lækkað að raungildi frá árinu 2010. Tekjur hafa hinsvegar vaxið um meira en 40%, en tveir áfangar við Hellisheiðarvirkjun hafa verið teknir í notkun á þessu tímabili. Heildarárangur Plansins nemur nú 48,2 milljörðum króna af þeim 51,3 milljörðum, sem það á að skila til ársloka 2016. Efnahagur Orkuveitunnar hrundi á árinu 2008 og fór eiginfjárhlutfall fyrirtækisins lægst í 14%. Með bættri afkomu, sem nýtt hefur verið til niðurgreiðslu skulda, hefur efnahagurinn styrkst. Eiginfjárhlutfallið er nú komið í 31,1% og er þar með komið yfir 30%, sem er mikilvægur áfangi í samskiptum fyrirtækisins á fjármálamörkuðum. Tekjur samstæðu Orkuveitunnar minnka frá árinu 2014 og er það vegna lágs álverðs framan af ári. Verulegur árangur hefur náðst í að verja rekstur Orkuveitunnar fyrir sveiflum í álverði, vöxtum og gengi með samningum við erlendar fjármálastofnanir.“ Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Hagnaður Orkuveitusamstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 nam 7,9 milljörðum króna og og rekstrarhagnaður (EBIT) var 11,3 milljarðar króna. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að eiginfjárhlutfall fyrirtækisins hafi hækkað stöðugt með niðurgreiðslu skulda undanfarin ár, sé nú 31,1% og hafi meira en tvöfaldast frá hruni. Árshlutareikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrstu níu mánuði ársins var staðfestur af stjórn og forstjóra í dag. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að rekstur Orkuveitunnar sé í góðu horfi og nú sé mikilvægum áfanga náð í að styrkja efnahaginn. „Með því hefur fyrirtækið aðgang að fjármálamörkuðum sem er mikilvægt því enn vinnum við að því að styrkja lausafjárstöðuna. Þannig er fyrirtækið betur búið undir ófyrirséðar breytingar í rekstarumhverfinu. Bættur rekstur, bættur efnahagur og bættar áhættuvarnir eru nauðsynlegar til að Orkuveitan geti sinnt sínum grundvallarverkefnum; að fólk eigi greiðan aðgang að rafmagni, heitu vatni og köldu og traustri fráveitu á sanngjörnu verði.“ Í tilkynningunni segir að grunninn að bættum efnahag Orkuveitunnar megi rekja til Plansins, aðgerðaáætlunar sem innleidd var vorið 2011. „Árangur af öllum þáttum þessarar meira en 50 milljarða áætlunar er umfram markmið. Þannig hefur rekstrarkostnaður lækkað að raungildi frá árinu 2010. Tekjur hafa hinsvegar vaxið um meira en 40%, en tveir áfangar við Hellisheiðarvirkjun hafa verið teknir í notkun á þessu tímabili. Heildarárangur Plansins nemur nú 48,2 milljörðum króna af þeim 51,3 milljörðum, sem það á að skila til ársloka 2016. Efnahagur Orkuveitunnar hrundi á árinu 2008 og fór eiginfjárhlutfall fyrirtækisins lægst í 14%. Með bættri afkomu, sem nýtt hefur verið til niðurgreiðslu skulda, hefur efnahagurinn styrkst. Eiginfjárhlutfallið er nú komið í 31,1% og er þar með komið yfir 30%, sem er mikilvægur áfangi í samskiptum fyrirtækisins á fjármálamörkuðum. Tekjur samstæðu Orkuveitunnar minnka frá árinu 2014 og er það vegna lágs álverðs framan af ári. Verulegur árangur hefur náðst í að verja rekstur Orkuveitunnar fyrir sveiflum í álverði, vöxtum og gengi með samningum við erlendar fjármálastofnanir.“
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira