Heimsmet í klaufaskap Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 09:27 Vart hafa sést verri aðfarir við að leggja bíl en hér. Alla jafna er auðvelt að leggja svo litlum bíl sem Fiat 500 er, en þröngar götur í þessari ítölsku borg eru þessum ökumanni ofviða. Í næstum 5 mínútur reynir hann að snúa bíl sínum á götunni, en ómögulegt er að finna út til hvers. Það alskemmtilegasta er að á meðan þessu stendur þyrpist að mikið af fólki, á bílum, mótorhjólum og gangandi og úr verður ótrúleg súpa af reiðu fólki. Það kemst ekki leiðar sinnar þar sem ökumaðurinn snarstíflar götuna í fíflagangi sínum. Eftir því sem ökumaðurinn snýr bíl sínum meira verður hann verr settur á götunni og er það ekki til að skemmta því fólki sem að drífur. Á endanum eru saman komin á annað hundrað manns í teppunni, meðal annars gangandi líkfylgd. Er þetta á að horfa líkt og í kvikmynd eftir Fellini. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Vart hafa sést verri aðfarir við að leggja bíl en hér. Alla jafna er auðvelt að leggja svo litlum bíl sem Fiat 500 er, en þröngar götur í þessari ítölsku borg eru þessum ökumanni ofviða. Í næstum 5 mínútur reynir hann að snúa bíl sínum á götunni, en ómögulegt er að finna út til hvers. Það alskemmtilegasta er að á meðan þessu stendur þyrpist að mikið af fólki, á bílum, mótorhjólum og gangandi og úr verður ótrúleg súpa af reiðu fólki. Það kemst ekki leiðar sinnar þar sem ökumaðurinn snarstíflar götuna í fíflagangi sínum. Eftir því sem ökumaðurinn snýr bíl sínum meira verður hann verr settur á götunni og er það ekki til að skemmta því fólki sem að drífur. Á endanum eru saman komin á annað hundrað manns í teppunni, meðal annars gangandi líkfylgd. Er þetta á að horfa líkt og í kvikmynd eftir Fellini.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent