Heimsmet í klaufaskap Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 09:27 Vart hafa sést verri aðfarir við að leggja bíl en hér. Alla jafna er auðvelt að leggja svo litlum bíl sem Fiat 500 er, en þröngar götur í þessari ítölsku borg eru þessum ökumanni ofviða. Í næstum 5 mínútur reynir hann að snúa bíl sínum á götunni, en ómögulegt er að finna út til hvers. Það alskemmtilegasta er að á meðan þessu stendur þyrpist að mikið af fólki, á bílum, mótorhjólum og gangandi og úr verður ótrúleg súpa af reiðu fólki. Það kemst ekki leiðar sinnar þar sem ökumaðurinn snarstíflar götuna í fíflagangi sínum. Eftir því sem ökumaðurinn snýr bíl sínum meira verður hann verr settur á götunni og er það ekki til að skemmta því fólki sem að drífur. Á endanum eru saman komin á annað hundrað manns í teppunni, meðal annars gangandi líkfylgd. Er þetta á að horfa líkt og í kvikmynd eftir Fellini. Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent
Vart hafa sést verri aðfarir við að leggja bíl en hér. Alla jafna er auðvelt að leggja svo litlum bíl sem Fiat 500 er, en þröngar götur í þessari ítölsku borg eru þessum ökumanni ofviða. Í næstum 5 mínútur reynir hann að snúa bíl sínum á götunni, en ómögulegt er að finna út til hvers. Það alskemmtilegasta er að á meðan þessu stendur þyrpist að mikið af fólki, á bílum, mótorhjólum og gangandi og úr verður ótrúleg súpa af reiðu fólki. Það kemst ekki leiðar sinnar þar sem ökumaðurinn snarstíflar götuna í fíflagangi sínum. Eftir því sem ökumaðurinn snýr bíl sínum meira verður hann verr settur á götunni og er það ekki til að skemmta því fólki sem að drífur. Á endanum eru saman komin á annað hundrað manns í teppunni, meðal annars gangandi líkfylgd. Er þetta á að horfa líkt og í kvikmynd eftir Fellini.
Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent