Opnun sextán daga átaks Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2014 11:19 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann markar upphaf hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Í þetta sinn viljum við hjá landsnefnd UN Women bjóða ykkur að koma og taka þátt í verki Ragnheiðar Hörpu, Skínöldu, þar sem við munum í krafti samvinnu, samhljóms og samtakamáttar mynda ljósaöldu og senda með henni jákvæða strauma út í heim. Til að magna upplifun okkar og kraft munu kórar bæta hljómi við ferðalag ljóssins. Verkið verður myndað úr lofti og mun þannig lifa áfram á öldum ljósvakanna. Gjörningurinn tekur 10 mínútur og að honum loknum verður boðið upp á kakó og góða samveru. Verkefni UN Women Öruggar borgir nær til 17 borga og þeirra á meðal er Reykjavík. Markmið verkefnisins er að skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf án ótta við ofbeldi í almenningsrýmum og er það unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Leitast er eftir að auka öryggi, koma í veg fyrir og/eða draga úr ofbeldi, virkja og efla kvennasamtök og talsmenn barna og móta þannig öruggt og traust umhverfi fyrir alla. Borgir sem þegar hafa náð miklum árangri með verkefninu eru t.d Kaíró, Nýja Delí, Port Moresby og Kígalí. Við getum ekki litið fram hjá því að kynbundið ofbeldi er hnattrænt vandamál. Konur í vestrænum löndum jafnt sem í löndum fjær okkur hafa flestar upplifað kynferðislega áreitni og þekkja óttann við að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Birtingarmyndir vandamálsins eru ólíkar milli landa og lausnirnar oft svæðisbundnar. Í könnun sem UN Women stóð fyrir kom í ljós að 95% kvenna í Nýju Delí og 99,3% kvenna í Kaíró hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Það er mikið áhyggjuefni að í sömu könnun töldu 3 af hverjum 4 karlmönnum í Nýju Delí að konur bæru sjálfar ábyrgð á ofbeldinu ef þær væru einar á ferð í myrkri eða væru í tilteknum klæðnaði. Í Nýju Delí og Port Moresby hafa konur krafið borgaryfirvöld um að hafa sérstaka kvennastrætóa gangandi á álagstímum til að forðast áreiti karlmanna í troðnum vögnum. Einnig er átak í báðum borgum til að lýsa upp strætisvagnastöðvar, almenningsklósett og gönguleiðir sem og að breikka gangstéttir. Í Rio de Janeiro hefur verið búið til sérstakt snjallsímaforrit til að veita þolendum ofbeldis í fátækrahverfum upplýsingar um hvar næsta lögreglustöð, neyðarmóttaka og kvennaathvarf eru. Þetta eru dæmi um ódýrar og áhrifaríkar lausnir. Hugarfarsbreyting er þó mikilvægasta markmiðið í baráttu okkar fyrir samfélagi þar sem konur, unglingar og börn eru fullgildir og öruggir þátttakendur. Við hjá UN Women skorum á þig að sýna málstaðnum samstöðu í kvöld og verða hluti af ljósöldu gegn kynbundnu ofbeldi sem fer af stað frá Klambratúni kl 17.15! Sjáumst í kvöld! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Hann markar upphaf hins árlega 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Í þetta sinn viljum við hjá landsnefnd UN Women bjóða ykkur að koma og taka þátt í verki Ragnheiðar Hörpu, Skínöldu, þar sem við munum í krafti samvinnu, samhljóms og samtakamáttar mynda ljósaöldu og senda með henni jákvæða strauma út í heim. Til að magna upplifun okkar og kraft munu kórar bæta hljómi við ferðalag ljóssins. Verkið verður myndað úr lofti og mun þannig lifa áfram á öldum ljósvakanna. Gjörningurinn tekur 10 mínútur og að honum loknum verður boðið upp á kakó og góða samveru. Verkefni UN Women Öruggar borgir nær til 17 borga og þeirra á meðal er Reykjavík. Markmið verkefnisins er að skapa konum, unglingum og börnum öruggt líf án ótta við ofbeldi í almenningsrýmum og er það unnið í samstarfi við borgaryfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað. Leitast er eftir að auka öryggi, koma í veg fyrir og/eða draga úr ofbeldi, virkja og efla kvennasamtök og talsmenn barna og móta þannig öruggt og traust umhverfi fyrir alla. Borgir sem þegar hafa náð miklum árangri með verkefninu eru t.d Kaíró, Nýja Delí, Port Moresby og Kígalí. Við getum ekki litið fram hjá því að kynbundið ofbeldi er hnattrænt vandamál. Konur í vestrænum löndum jafnt sem í löndum fjær okkur hafa flestar upplifað kynferðislega áreitni og þekkja óttann við að verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Birtingarmyndir vandamálsins eru ólíkar milli landa og lausnirnar oft svæðisbundnar. Í könnun sem UN Women stóð fyrir kom í ljós að 95% kvenna í Nýju Delí og 99,3% kvenna í Kaíró hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Það er mikið áhyggjuefni að í sömu könnun töldu 3 af hverjum 4 karlmönnum í Nýju Delí að konur bæru sjálfar ábyrgð á ofbeldinu ef þær væru einar á ferð í myrkri eða væru í tilteknum klæðnaði. Í Nýju Delí og Port Moresby hafa konur krafið borgaryfirvöld um að hafa sérstaka kvennastrætóa gangandi á álagstímum til að forðast áreiti karlmanna í troðnum vögnum. Einnig er átak í báðum borgum til að lýsa upp strætisvagnastöðvar, almenningsklósett og gönguleiðir sem og að breikka gangstéttir. Í Rio de Janeiro hefur verið búið til sérstakt snjallsímaforrit til að veita þolendum ofbeldis í fátækrahverfum upplýsingar um hvar næsta lögreglustöð, neyðarmóttaka og kvennaathvarf eru. Þetta eru dæmi um ódýrar og áhrifaríkar lausnir. Hugarfarsbreyting er þó mikilvægasta markmiðið í baráttu okkar fyrir samfélagi þar sem konur, unglingar og börn eru fullgildir og öruggir þátttakendur. Við hjá UN Women skorum á þig að sýna málstaðnum samstöðu í kvöld og verða hluti af ljósöldu gegn kynbundnu ofbeldi sem fer af stað frá Klambratúni kl 17.15! Sjáumst í kvöld!
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar