„Friður í heiminum byrjar heima“ Sigrún Sigurðardóttir skrifar 29. nóvember 2014 09:00 Heimilisfriður – heimsfriður - 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Eftir að hafa rannsakað afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í áratug, sé ég að það skiptir ekki öllu máli hvers konar ofbeldi á sér stað, ofbeldi er alltaf ofbeldi; kynferðislegt, líkamlegt, andlegt eða einelti. Afleiðingarnar eru þær sömu; niðurbrot líkama, huga og sálar. Flestir sem tekið hafa þátt í mínum rannsóknum segja frá reynslu sinni af fleiri en einni tegund ofbeldis, eitt áfall, sem ofbeldi er, virðist „kalla á“ annað áfall. Ofbeldi í æsku eykur líkurnar á endurteknu ofbeldi síðar á lífsleiðinni, ef ekki er gripið inn í. Kynferðislegt ofbeldi í æsku brýtur niður sjálfsmyndina, barnið hættir að treysta, ef ofbeldið á sér stað heima á barnið ekki öruggt skjól, á jafnvel enga vini þar sem það dregur sig í hlé eða er vandamálabarnið. Þetta barn er ákjósanlegt fórnarlamb eineltis, auðvelt að „taka það fyrir“, það verður seinna berskjaldað fyrir annars konar ofbeldi. Niðurbrotið birtist í alls kyns flóknum heilsufarsvandamálum, oft óútskýrðum. Baráttan gegn ofbeldi verður að byrja með forvörnum strax í bernsku. Byssukaup lögreglunnar og verkfall lækna hefur verið á allra vörum, allir rísa upp. Hvað með forvarnir? Forvarnir gegn ofbeldi til þess að barn verði ekki að glæpamanni sem ógnar lögreglunni svo að hún þurfi að vopnast. Forvarnir gegn ofbeldi til þess að fólk þurfi ekki að leita ítrekað til lækna vegna afleiðinga ofbeldis. Hefjum baráttuna þar, rísum líka upp í „meðmælum“ með forvörnum. Mikilvægt er að efla menntun og þekkingu fagfólks sem í starfi sínu kemur að slíkum málum. Nú stendur yfir meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri: Sálræn áföll, ofbeldi og áfallastreita með rúmlega 50 nemendum af öllu landinu, áhugi fagfólks er til staðar. Námskeiðið byggir á þverfaglegri og heildrænni sýn á sviði heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda og laga. Fjallað er um einkenni og afleiðingar sálrænna áfalla, ofbeldis og áfallastreitu fyrir líkama, huga, sál og félagslegt umhverfi. Einnig er fjallað um leiðir til úrvinnslu með þverfaglegri samvinnu, heilbrigðis- og menntastofnana, lagakerfisins og stjórnsýslunnar. Margt jákvætt hefur því gerst og alltaf er von. Til þess að gera enn betur verðum við að byrja á okkur sjálfum, taka til í okkar eigin garði áður en við gagnrýnum illgresið í garði nágrannans. Við verðum að kenna börnum hvað sé rétt og rangt, styrkja þeirra sjálfsmynd svo að þau verði síður fyrir ofbeldi eða beiti síður ofbeldi og hafi traust til þess að SEGJA FRÁ. Ég vitna í orð Jóns Gnarr: „Friður í heiminum byrjar heima og við eigum mjög fallegt orð yfir það á íslensku; heimilisfriður.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Heimilisfriður – heimsfriður - 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Eftir að hafa rannsakað afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í áratug, sé ég að það skiptir ekki öllu máli hvers konar ofbeldi á sér stað, ofbeldi er alltaf ofbeldi; kynferðislegt, líkamlegt, andlegt eða einelti. Afleiðingarnar eru þær sömu; niðurbrot líkama, huga og sálar. Flestir sem tekið hafa þátt í mínum rannsóknum segja frá reynslu sinni af fleiri en einni tegund ofbeldis, eitt áfall, sem ofbeldi er, virðist „kalla á“ annað áfall. Ofbeldi í æsku eykur líkurnar á endurteknu ofbeldi síðar á lífsleiðinni, ef ekki er gripið inn í. Kynferðislegt ofbeldi í æsku brýtur niður sjálfsmyndina, barnið hættir að treysta, ef ofbeldið á sér stað heima á barnið ekki öruggt skjól, á jafnvel enga vini þar sem það dregur sig í hlé eða er vandamálabarnið. Þetta barn er ákjósanlegt fórnarlamb eineltis, auðvelt að „taka það fyrir“, það verður seinna berskjaldað fyrir annars konar ofbeldi. Niðurbrotið birtist í alls kyns flóknum heilsufarsvandamálum, oft óútskýrðum. Baráttan gegn ofbeldi verður að byrja með forvörnum strax í bernsku. Byssukaup lögreglunnar og verkfall lækna hefur verið á allra vörum, allir rísa upp. Hvað með forvarnir? Forvarnir gegn ofbeldi til þess að barn verði ekki að glæpamanni sem ógnar lögreglunni svo að hún þurfi að vopnast. Forvarnir gegn ofbeldi til þess að fólk þurfi ekki að leita ítrekað til lækna vegna afleiðinga ofbeldis. Hefjum baráttuna þar, rísum líka upp í „meðmælum“ með forvörnum. Mikilvægt er að efla menntun og þekkingu fagfólks sem í starfi sínu kemur að slíkum málum. Nú stendur yfir meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri: Sálræn áföll, ofbeldi og áfallastreita með rúmlega 50 nemendum af öllu landinu, áhugi fagfólks er til staðar. Námskeiðið byggir á þverfaglegri og heildrænni sýn á sviði heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda og laga. Fjallað er um einkenni og afleiðingar sálrænna áfalla, ofbeldis og áfallastreitu fyrir líkama, huga, sál og félagslegt umhverfi. Einnig er fjallað um leiðir til úrvinnslu með þverfaglegri samvinnu, heilbrigðis- og menntastofnana, lagakerfisins og stjórnsýslunnar. Margt jákvætt hefur því gerst og alltaf er von. Til þess að gera enn betur verðum við að byrja á okkur sjálfum, taka til í okkar eigin garði áður en við gagnrýnum illgresið í garði nágrannans. Við verðum að kenna börnum hvað sé rétt og rangt, styrkja þeirra sjálfsmynd svo að þau verði síður fyrir ofbeldi eða beiti síður ofbeldi og hafi traust til þess að SEGJA FRÁ. Ég vitna í orð Jóns Gnarr: „Friður í heiminum byrjar heima og við eigum mjög fallegt orð yfir það á íslensku; heimilisfriður.“
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar