Handbolti

Landsliðsfyrirliðinn skoraði fjögur í stórsigri Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur er fínu formi þessa dagana.
Guðjón Valur er fínu formi þessa dagana. Mynd/Barcelona
Sænska liðið Alingsås var ekki mikil fyrirstaða fyrir stórlið Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Lokatölur urðu 42-29, en Barcelona leiddi þó aðeins með einu marki í hálfleik, 18-17.

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Börsunga, en Makedóninn Kiril Lazarov var þeirra markahæstur með tólf mörk.

Barcelona er efst í B-riðli með 13 stig eftir sjö leiki. KIF Kolding Kobenhavn, sem Aron Kristjánsson stýrir, kemur næst með tíu stig, en danska liðið mætir Evrópumeisturum Flensburg á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×