Körfubolti

Svona kláruðu Keflvíkingar Njarðvíkingana í fyrra | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Njarðvík tekur á móti Keflavík í Njarðvík í kvöld í lokaleik 5. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.15.

Liðin mættust síðast í Ljónagryfjunni fyrir rúmlega ári síðan (28. október 2013) og þá unnu Keflvíkingar dramatískan 88-85 útisigur.

Gunnar Ólafsson skoraði sigurkörfuna í leiknum fyrir utan þriggja stiga línuna þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Svali Björgvinsson og Eiríkur Önundarson lýstu leiknum sem var líka í beinni á Stöð 2 Sport.

Það er hægt að sjá þessa glæsilegu körfu Gunnars hér fyrir ofan og neðan en hann er ekki lengur með Keflavíkurliðinu því strákurinn er nú kominn í körfuboltalið St. Francis skólans í New York.

Sigurkarfa Gunnars Ólafssonar.

Tengdar fréttir

Bætir Friðrik Ingi metið í beinni í kvöld?

Friðrik Ingi Rúnarsson getur í kvöld orðið sá þjálfari Njarðvíkur sem hefur unnið flesta leiki í úrvalsdeild karla þegar Njarðvík tekur á móti nágrönnum sínum úr Keflavík í beinni á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×