Viðskipti innlent

Innkalla Fireball viskí

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fireball viskí er til sölu í verslunum ÁTVR.
Fireball viskí er til sölu í verslunum ÁTVR.
Haugen-Gruppen ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla frá neytendum Fireball kanilviskí. Fylgir innflytjandinn eftir aðgerðum Svía og Finna frá því í lok október sem Vísir fjallaði um.

Í tilkynningu kemur fram að framleiðandi Fireball, Sazerac Company í Bandaríkjunum, sendi fyrir mistök Fireball sem ætlaður var innlendum markaði en ekki evrópskum. Fireball fyrir bandaríkjamarkað inniheldur 5,8 grömm af propylene glycol í hverjum líter en evrópskar reglur heimila 1 gr. per líter. Um rúmlega fimmfalt leyfilegt magn er því að ræða.

Fram kemur að eðlileg notkun vörunnar sé að öllu hættulaus. Hún sé hins vegar innkölluð af markaði þar sem hún uppfyllir ekki reglur Evrópusambandsins sem innleiddar hafa verið á Íslandi. Haugen-Gruppen ehf. hvetur viðskiptavini sem hafi umrædda vörutegund undir höndum að skila vörunni til næstu Vínbúðar þar sem viðskiptavinir geta fengið vöruna endurgreidda.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×