Vegna hugmynda Illuga Hjalti Þór Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2014 12:25 Menntamálaráðherra hefur nú í hyggju að stytta nám til stúdentsprófs því fýsilegt sé að íslensk ungmenni ljúki þessum áfanga um svipað leyti og jafnaldrar þeirra í öðrum löndum og að slík aðgerð eigi að geta spornað við brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Hann á hrós skilið fyrir að vilja nemendum vel en þó er vert að gera nokkrar athugasemdir við hugmyndir hans.Markmið og styttingNiðurstöður kannana gefa sterklega til kynna að grunnskólanemendur frá Íslandi standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Er það miður en hins vegar hafa menntaskólar jafnan bætt upp fyrir það og skilað nemendum af sér í háskóla jafnvígum nemendum annarra landa á þessum tímamótum þótt það sé ekki algilt. Til marks um þetta má til dæmis nefna að íslenskt stúdentspróf hefur jafnan nægt til inngöngu í virta erlenda háskóla, árangur Íslendinga í háskólum erlendis og alþjóðlegum keppnum svo dæmi séu tekin. Markmið menntakerfa er að sjálfsögðu að undirbúa nemendur undir frekari áskoranir lífsins og þá sér í lagi tryggja þeim gott veganesti til iðkunar ýmissa fræða sér til ánægju, upplýsingar og undirbúnings fyrir þarfir atvinnulífsins. Það yrði gríðarlegt áhyggjuefni ef íslenska skólakerfið færðist fjær þessu marki því viljum við tryggja hér góð lífsgæði, samanborið við aðrar þjóðir, er algjört grundvallarskilyrði að héðan komi einstaklingar samkeppnishæfir öðrum á alþjóðavinnumarkaði. Með þetta markmið að leiðarljósi og miðað við hvernig íslenskir nemendur standa í grunnskólum annars vegar og menntaskólum hins vegar virðist ekki skynsamlegt að stytta framhaldsskólann og auka þar með vægi grunnskóla fram að stúdentsprófi. Það er vel hugsanlegt fyrir íslenska menntakerfið að skila nemendum af sér með gott stúdentspróf á sama tíma og aðrar þjóðir án þess að stytta framhaldsskólann. Til að mynda mætti vel stytta grunnskólann en álag í honum er ekki mikið samanborið við það sem þekkist annars staðar. Auk þeirra ástæðna sem nefndar voru í síðustu efnisgrein og þess að kennarar í menntaskólum eru allajafna betur að sér í sínum fögum er að öllum líkindum skynsamlegra að klippa ár af grunnskólanum en framhaldsskólanum eigi að gera það á annað borð. Margan grunar að ástæða þess hví Illugi áformar að stytta framhaldsskólann, frekar en grunnskólann, sé að þá skrifist sparnaðurinn, sem af styttingu hlytist, á ríkið en annars á sveitarfélögin. Það á samt ekki að hafa áhrif á fyrirætlanir ráðherra því hægur vandi er að gera kerfisbreytingu sem fæli í sér að ríkið tæki yfir rekstur grunnskólanna og þá skrifaðist sparnaðurinn, hvort heldur sem yrði valið, á ríkissjóð.BrottfallNú er það yfirlýst markmið menntamálaráðherra að minnka brottfall úr framhaldsskólum og stuðla að því að þrír af hverjum fimm nemendum útskrifist úr þeim á tilsettum tíma en núna er hlutfallið undir helmingi. Það er hins vegar mikilvægt að skoða hvernig þetta hlutfall er eftir námsleiðum en þá kemur í ljós að þetta markmið næst og gott betur á hefðbundnum bóknámsbrautum. Því er spurning hvort ekki ætti að reyna að beina aðgerðum, til úrbóta þessum vanda, hnitmiðað þangað sem við á en ekki ráðast á allt kerfið því ljóst er að hann er heldur staðbundinn. Áður en það er gert þarf þó að íhuga hvað veldur því að sumir nemendur útskrifast ekki á tilsettum tíma, ljúki þeir námi á annað borð. Ástæður þess eru ekki augljósar og eflaust engin ein sem skýrir þetta. Þó er ekki fráleitt að geta sér til um að hluta brottfalls úr skólum megi skýra með því að sumir nemendur eru í námi sem þeir hafa engan áhuga á, ekkert gaman af og fái ekki að nálgast það á eigin forsendum. Að þessu gefnu þarf að auka sveigjanleika námsins og auka valfrelsi nemenda. Fækka boðum úr ráðuneyti um að sitja þurfi ógrynni fyrirframákveðinna námskeiða vilji maður ljúka prófi á framhaldsskólastigi heldur geti hann valið sína námsleið sniðna að sinni hentisemi eftir því sem kostur er. Skólarnir eiga að njóta frelsis til að bjóða upp á sínar eigin leiðir og koma til móts við nemendur eftir eigin höfði en sú leið er vænlegri til árangurs, eigi að koma til móts við sem flesta nemendur, en sú að skólarnir starfi eftir stífum ramma frá ráðuneytinu. Vonandi mun Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, halda áfram að stuðla að úrbótum í menntakerfinu með hag nemenda fyrir brjósti en þá þarf hann líka að hlusta á þá er málið varðar og fólk sem hefur reynslu af málaflokknum í stað þess að vaða áfram í blindni, haldandi fyrir eyrun og ætla, sama hvað hver segir, að stytta framhaldsskólann. Fórnarkostnaður vegna slæmra ákvarðana í menntamálum þjóðar getur verið gríðarlegur og því rétt að fara með gát. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur nú í hyggju að stytta nám til stúdentsprófs því fýsilegt sé að íslensk ungmenni ljúki þessum áfanga um svipað leyti og jafnaldrar þeirra í öðrum löndum og að slík aðgerð eigi að geta spornað við brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Hann á hrós skilið fyrir að vilja nemendum vel en þó er vert að gera nokkrar athugasemdir við hugmyndir hans.Markmið og styttingNiðurstöður kannana gefa sterklega til kynna að grunnskólanemendur frá Íslandi standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Er það miður en hins vegar hafa menntaskólar jafnan bætt upp fyrir það og skilað nemendum af sér í háskóla jafnvígum nemendum annarra landa á þessum tímamótum þótt það sé ekki algilt. Til marks um þetta má til dæmis nefna að íslenskt stúdentspróf hefur jafnan nægt til inngöngu í virta erlenda háskóla, árangur Íslendinga í háskólum erlendis og alþjóðlegum keppnum svo dæmi séu tekin. Markmið menntakerfa er að sjálfsögðu að undirbúa nemendur undir frekari áskoranir lífsins og þá sér í lagi tryggja þeim gott veganesti til iðkunar ýmissa fræða sér til ánægju, upplýsingar og undirbúnings fyrir þarfir atvinnulífsins. Það yrði gríðarlegt áhyggjuefni ef íslenska skólakerfið færðist fjær þessu marki því viljum við tryggja hér góð lífsgæði, samanborið við aðrar þjóðir, er algjört grundvallarskilyrði að héðan komi einstaklingar samkeppnishæfir öðrum á alþjóðavinnumarkaði. Með þetta markmið að leiðarljósi og miðað við hvernig íslenskir nemendur standa í grunnskólum annars vegar og menntaskólum hins vegar virðist ekki skynsamlegt að stytta framhaldsskólann og auka þar með vægi grunnskóla fram að stúdentsprófi. Það er vel hugsanlegt fyrir íslenska menntakerfið að skila nemendum af sér með gott stúdentspróf á sama tíma og aðrar þjóðir án þess að stytta framhaldsskólann. Til að mynda mætti vel stytta grunnskólann en álag í honum er ekki mikið samanborið við það sem þekkist annars staðar. Auk þeirra ástæðna sem nefndar voru í síðustu efnisgrein og þess að kennarar í menntaskólum eru allajafna betur að sér í sínum fögum er að öllum líkindum skynsamlegra að klippa ár af grunnskólanum en framhaldsskólanum eigi að gera það á annað borð. Margan grunar að ástæða þess hví Illugi áformar að stytta framhaldsskólann, frekar en grunnskólann, sé að þá skrifist sparnaðurinn, sem af styttingu hlytist, á ríkið en annars á sveitarfélögin. Það á samt ekki að hafa áhrif á fyrirætlanir ráðherra því hægur vandi er að gera kerfisbreytingu sem fæli í sér að ríkið tæki yfir rekstur grunnskólanna og þá skrifaðist sparnaðurinn, hvort heldur sem yrði valið, á ríkissjóð.BrottfallNú er það yfirlýst markmið menntamálaráðherra að minnka brottfall úr framhaldsskólum og stuðla að því að þrír af hverjum fimm nemendum útskrifist úr þeim á tilsettum tíma en núna er hlutfallið undir helmingi. Það er hins vegar mikilvægt að skoða hvernig þetta hlutfall er eftir námsleiðum en þá kemur í ljós að þetta markmið næst og gott betur á hefðbundnum bóknámsbrautum. Því er spurning hvort ekki ætti að reyna að beina aðgerðum, til úrbóta þessum vanda, hnitmiðað þangað sem við á en ekki ráðast á allt kerfið því ljóst er að hann er heldur staðbundinn. Áður en það er gert þarf þó að íhuga hvað veldur því að sumir nemendur útskrifast ekki á tilsettum tíma, ljúki þeir námi á annað borð. Ástæður þess eru ekki augljósar og eflaust engin ein sem skýrir þetta. Þó er ekki fráleitt að geta sér til um að hluta brottfalls úr skólum megi skýra með því að sumir nemendur eru í námi sem þeir hafa engan áhuga á, ekkert gaman af og fái ekki að nálgast það á eigin forsendum. Að þessu gefnu þarf að auka sveigjanleika námsins og auka valfrelsi nemenda. Fækka boðum úr ráðuneyti um að sitja þurfi ógrynni fyrirframákveðinna námskeiða vilji maður ljúka prófi á framhaldsskólastigi heldur geti hann valið sína námsleið sniðna að sinni hentisemi eftir því sem kostur er. Skólarnir eiga að njóta frelsis til að bjóða upp á sínar eigin leiðir og koma til móts við nemendur eftir eigin höfði en sú leið er vænlegri til árangurs, eigi að koma til móts við sem flesta nemendur, en sú að skólarnir starfi eftir stífum ramma frá ráðuneytinu. Vonandi mun Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, halda áfram að stuðla að úrbótum í menntakerfinu með hag nemenda fyrir brjósti en þá þarf hann líka að hlusta á þá er málið varðar og fólk sem hefur reynslu af málaflokknum í stað þess að vaða áfram í blindni, haldandi fyrir eyrun og ætla, sama hvað hver segir, að stytta framhaldsskólann. Fórnarkostnaður vegna slæmra ákvarðana í menntamálum þjóðar getur verið gríðarlegur og því rétt að fara með gát.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar