Viðskipti innlent

Tengsl skóla og atvinnulífs efld

Eftir áramót verður haldið með sýninguna í skóla á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið.
Eftir áramót verður haldið með sýninguna í skóla á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið.
Háskólinn á Bifröst heldur úti skólaútgáfu af sýningu um íslenskt atvinnulíf sem er til sýnis í húsakynnum skólans á Bifröst. Með því vill háskólinn leggja sitt af mörkum við að efla tengsl skóla og atvinnulífs og leggja áherslu á mikilvægi alhliða menntunar fyrir atvinnulífið.

Vikuna 3.-7. nóvember var skólaútgáfan sett upp í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og í sömu viku haldinn fjölmennur viðburður með um 150 nemendum úr skólanum ásamt nemendum í 8-10 bekk við Grunnskóla Grundarfjarðar og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Gestir frá Norðuráli, Sjávariðjunni Rifi og Landssamtökum kúabænda töluðu við nemendur og svöruðu fyrirspurnum. Sterklega kom fram í samtali nemenda og fulltrúa fyrirtækjanna að alhliða menntun og tækniþekking væru miklvæg verkfæri fyrir framtíðina að því er segir í tilkynningu.

Sýningin hefur einnig verið sett upp í Grunnskólunum í Borgarfirði, Grunnskóla Borgarness og Menntaskólanum í Borgarnesi. Eftir áramót verður haldið með sýninguna í skóla á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið.

Sýning um íslenskt atvinnulíf er samtíma atvinnulífssýning og meginuppistaða sýningarefnisins eru veggspjöld þar sem starfsfólk fyrirtækjanna segir sína sögu af þeim verðmætum sem það skapar í daglegu starfi. Sýningin er lifandi og geta fyrirtæki því sífellt haldið áfram að bætast í hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×