Öflugasti tvinnbíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 12:44 Ferrari LaFerrari. Ferrari, líkt og ofurbílaframleiðendurnir McLaren og Porsche, framleiðir ofuröflugan tvinnbíl og heitir hann LaFerrari. Hann er með 963 hestöfl í farteskinu sem koma frá bæði V12 vél og rafmótorum. Þar sem að Porsche 918 Spyder og McLaren P1 tvinnbílarnir eru fullt eins sprækir ef ekki sprækari á sprettinum en hann hefur Ferrari brugðið á það ráða að búa til LaFerrari XX sem er 1.050 hestöfl. Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl og McLaren P1 903 hestöfl, en nú er LaFerrari orðinn talsvert öflugri. Þessi aukahestöfl nú koma ekki frá stærri rafmótorum, heldur frá brunavélinni sem öðlast hefur auka 160 hestöfl. Fyrri gerð LaFerrari er 2,9 sekúndur í hundraðið en þessi nýi ætti að fara létt með að bæta þann tíma. LaFerrari XX verður ekki löglegur á götunum heldur er hann ætlaður á keppnisbrautum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent
Ferrari, líkt og ofurbílaframleiðendurnir McLaren og Porsche, framleiðir ofuröflugan tvinnbíl og heitir hann LaFerrari. Hann er með 963 hestöfl í farteskinu sem koma frá bæði V12 vél og rafmótorum. Þar sem að Porsche 918 Spyder og McLaren P1 tvinnbílarnir eru fullt eins sprækir ef ekki sprækari á sprettinum en hann hefur Ferrari brugðið á það ráða að búa til LaFerrari XX sem er 1.050 hestöfl. Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl og McLaren P1 903 hestöfl, en nú er LaFerrari orðinn talsvert öflugri. Þessi aukahestöfl nú koma ekki frá stærri rafmótorum, heldur frá brunavélinni sem öðlast hefur auka 160 hestöfl. Fyrri gerð LaFerrari er 2,9 sekúndur í hundraðið en þessi nýi ætti að fara létt með að bæta þann tíma. LaFerrari XX verður ekki löglegur á götunum heldur er hann ætlaður á keppnisbrautum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent