Öflugasti tvinnbíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 12:44 Ferrari LaFerrari. Ferrari, líkt og ofurbílaframleiðendurnir McLaren og Porsche, framleiðir ofuröflugan tvinnbíl og heitir hann LaFerrari. Hann er með 963 hestöfl í farteskinu sem koma frá bæði V12 vél og rafmótorum. Þar sem að Porsche 918 Spyder og McLaren P1 tvinnbílarnir eru fullt eins sprækir ef ekki sprækari á sprettinum en hann hefur Ferrari brugðið á það ráða að búa til LaFerrari XX sem er 1.050 hestöfl. Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl og McLaren P1 903 hestöfl, en nú er LaFerrari orðinn talsvert öflugri. Þessi aukahestöfl nú koma ekki frá stærri rafmótorum, heldur frá brunavélinni sem öðlast hefur auka 160 hestöfl. Fyrri gerð LaFerrari er 2,9 sekúndur í hundraðið en þessi nýi ætti að fara létt með að bæta þann tíma. LaFerrari XX verður ekki löglegur á götunum heldur er hann ætlaður á keppnisbrautum. Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent
Ferrari, líkt og ofurbílaframleiðendurnir McLaren og Porsche, framleiðir ofuröflugan tvinnbíl og heitir hann LaFerrari. Hann er með 963 hestöfl í farteskinu sem koma frá bæði V12 vél og rafmótorum. Þar sem að Porsche 918 Spyder og McLaren P1 tvinnbílarnir eru fullt eins sprækir ef ekki sprækari á sprettinum en hann hefur Ferrari brugðið á það ráða að búa til LaFerrari XX sem er 1.050 hestöfl. Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl og McLaren P1 903 hestöfl, en nú er LaFerrari orðinn talsvert öflugri. Þessi aukahestöfl nú koma ekki frá stærri rafmótorum, heldur frá brunavélinni sem öðlast hefur auka 160 hestöfl. Fyrri gerð LaFerrari er 2,9 sekúndur í hundraðið en þessi nýi ætti að fara létt með að bæta þann tíma. LaFerrari XX verður ekki löglegur á götunum heldur er hann ætlaður á keppnisbrautum.
Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Innlent