Öflugasti tvinnbíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 12:44 Ferrari LaFerrari. Ferrari, líkt og ofurbílaframleiðendurnir McLaren og Porsche, framleiðir ofuröflugan tvinnbíl og heitir hann LaFerrari. Hann er með 963 hestöfl í farteskinu sem koma frá bæði V12 vél og rafmótorum. Þar sem að Porsche 918 Spyder og McLaren P1 tvinnbílarnir eru fullt eins sprækir ef ekki sprækari á sprettinum en hann hefur Ferrari brugðið á það ráða að búa til LaFerrari XX sem er 1.050 hestöfl. Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl og McLaren P1 903 hestöfl, en nú er LaFerrari orðinn talsvert öflugri. Þessi aukahestöfl nú koma ekki frá stærri rafmótorum, heldur frá brunavélinni sem öðlast hefur auka 160 hestöfl. Fyrri gerð LaFerrari er 2,9 sekúndur í hundraðið en þessi nýi ætti að fara létt með að bæta þann tíma. LaFerrari XX verður ekki löglegur á götunum heldur er hann ætlaður á keppnisbrautum. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent
Ferrari, líkt og ofurbílaframleiðendurnir McLaren og Porsche, framleiðir ofuröflugan tvinnbíl og heitir hann LaFerrari. Hann er með 963 hestöfl í farteskinu sem koma frá bæði V12 vél og rafmótorum. Þar sem að Porsche 918 Spyder og McLaren P1 tvinnbílarnir eru fullt eins sprækir ef ekki sprækari á sprettinum en hann hefur Ferrari brugðið á það ráða að búa til LaFerrari XX sem er 1.050 hestöfl. Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl og McLaren P1 903 hestöfl, en nú er LaFerrari orðinn talsvert öflugri. Þessi aukahestöfl nú koma ekki frá stærri rafmótorum, heldur frá brunavélinni sem öðlast hefur auka 160 hestöfl. Fyrri gerð LaFerrari er 2,9 sekúndur í hundraðið en þessi nýi ætti að fara létt með að bæta þann tíma. LaFerrari XX verður ekki löglegur á götunum heldur er hann ætlaður á keppnisbrautum.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent