Matur

Kit Kat-smákökur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Kit Kat-kökur

2 1/4 bolli hveiti

1 tsk matarsódi

1 1/2 tsk maizena

1/2 tsk salt

100 g bráðið smjör

3/4 bolli púðursykur

1/2 bolli sykur

1 stórt egg

1 eggjarauða

2 tsk vanilludopar

4 Kit Kat-súkkulaðistykki, gróft söxuðHitið ofninn í 165°C. Klæðið ofnplötu með bökunarpappír. Blandið saman hveiti, matarsóda, maizena og salti og setjið til hliðar. Hrærið smjöri, púðursykri og sykri saman í annarri skál. Þeytið eggið í lítilli skál og blandið við smjörblönduna. Gerið slíkt hið sama við eggjarauðuna. Blandið vanilludropum við. Hellið þurrefnunum saman við og blandið saman með stórri sleif. Blandið því næst Kit Kat við. Gerið litlar kúlur úr deiginu og setjið á ofnplötuna. Bakið kökurnar í ellefu til tólf mínútur.

Uppskrift fengin héðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.