Viðskipti innlent

Fresturinn framlengdur til áramóta

Haraldur Guðmundsson skrifar
Samningur LBI og Landsbankans frá því í maí gerir bankanum kleift að greiða skuld sína hjá LBI hvenær sem er á tímabilinu.
Samningur LBI og Landsbankans frá því í maí gerir bankanum kleift að greiða skuld sína hjá LBI hvenær sem er á tímabilinu.
Slitastjórn Landsbankans (LBI hf.) og Landsbankinn hf. hafa komist að samkomulagi um að framlengja aftur frestinn sem Seðlabankanum hefur verið gefinn til að taka afstöðu til þeirra undanþága frá gjaldeyrislögum sem LBI hefur farið fram á. Fresturinn hefur verið framlengdur til 31. desember næstkomandi.

Í tilkynningu LBI um frestunina segir að hún hafi var ákveðin með hliðsjón af fyrri samskiptum við Seðlabanka Íslands þar sem fram hafi komið að endanleg afstaða til gildisskilyrða samningsins gæti legið fyrir eigi síðar en í árslok.

Landsbankinn og LBI sömdu í maí síðastliðnum um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna og var lokagreiðsla bréfanna þá lengd frá október 2018 til október 2026. Slitastjórnin setti þá fram skilyrði um að fá undanþágur frá gjaldeyrishöftum vegna útgreiðslna úr búinu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að málið nái í gegn.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×