Viðskipti innlent

Arion banki hagnaðist um 22,6 milljarða

Árshlutauppgjör Arion banka var kynnt í dag.
Árshlutauppgjör Arion banka var kynnt í dag. Vísir/Pjetur
Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins 2014 nam 22,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 10,1 milljarð króna á sama tímabili 2013. Heildareignir námu 942,2 milljörðum króna samanborið við 938,9 milljarða króna í árslok 2013.

Þetta kemur fram í nýju árshlutauppgjöri bankans. Í tilkynningu frá bankanum segist Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri ánægður að sjá áframhaldandi stöðugleika í grunnrekstri bankans.

„Afkoma bankans fyrstu níu mánuði ársins er góð,“ segir Höskuldur í tilkynningunni. „Ég er sérstaklega ánægður með þann árangur sem hefur náðst á sviði þóknanatekna sem vaxa um 22% á milli ára og færast nær okkar markmiðum. Horft fram á veg eru þó áfram áskoranir á kostnaðarhliðinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×