Viðskipti innlent

Oddi og Borgarleikhúsið stilla saman strengi

Bjarki Ármannsson skrifar
Kristín Eysteinsdóttir og Stefán Hrafn Hagalín undirrituðu samninginn í leikmynd Línu langsokks.
Kristín Eysteinsdóttir og Stefán Hrafn Hagalín undirrituðu samninginn í leikmynd Línu langsokks. Mynd/Oddi
Oddi framlengdi á dögunum samstarfssamning við Borgarleikhúsið, en fyrirtækið hefur verið einn af máttarstólpum leikhússins um langt árabil.

Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, og Stefán Hrafn Hagalín, markaðsstjóri Odda, undirrituðu samninginn í leikmynd Línu langsokks eftir Astrid Lindgren, en verkið er nú á fjölum leikhússins í leikstjórn Ágústu Skúladóttur og þýðingu Þórarins Eldjárns.


„Oddi leggur ýmsum góðum málum lið, en stærstu verkefnin felast í öflugum stuðningi við Borgarleikhúsið, Listaháskólann, skógræktarstarf, íþróttahreyfinguna, Unicef og UN Women,“ segir Stefán Hrafn. „Samstarf Odda og Borgarleikhússins hefur verið farsælt. Við leggjum mikið upp úr okkar samfélagstengdu verkefnum og þetta er eitt af þeim skemmtilegustu.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×