Hótel Saga sett á sölu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2014 15:12 Hótel Saga. Á síðustu mánuðum hafa margir fjárfestar haft samband við Bændasamtök Íslands og lýst yfir áhuga á að kaupa fasteign og rekstur Hótel Sögu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands. Í ljósi þess hefur stjórn Bændasamtaka Íslands ákveðið að óska eftir formlegum tilboðum og ráðið fyrirtækjaráðgjöf MP banka til þess að sjá um söluferlið. Sú vinna felst í því að taka saman upplýsingar um hótelið og annast kynningu fyrir áhugasama kaupendur með gagnsæjum hætti. Þannig er tryggt jafnræði meðal áhugasamra fjárfesta. Endanleg ákvörðun um sölu verður tekin af Búnaðarþingi en í ljósi mikils áhuga á starfsemi hótelsins þótti rétt að kanna áhuga fjárfesta með þessum hætti. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar. „Samhliða miklum vexti í ferðaþjónustu hefur rekstur Hótel Sögu gengið vel. Þá benda áætlanir til þess að enn meiri aukning verði á fjölda ferðamanna á næstu árum. BÍ vilja leita allra leiða til þess að ávaxta eignir sínar með viðunandi hætti. Nú er rétti tíminn til að skoða hvort það geti verið hagfellt fyrir Bændasamtökin að eftirláta sérhæfðan hótelrekstur í hendur aðila sem vilja byggja sig upp á þeim vettvangi en ávaxta þess í stað eignir samtakanna með öðrum hætti,“ segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa margir fjárfestar haft samband við Bændasamtök Íslands og lýst yfir áhuga á að kaupa fasteign og rekstur Hótel Sögu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands. Í ljósi þess hefur stjórn Bændasamtaka Íslands ákveðið að óska eftir formlegum tilboðum og ráðið fyrirtækjaráðgjöf MP banka til þess að sjá um söluferlið. Sú vinna felst í því að taka saman upplýsingar um hótelið og annast kynningu fyrir áhugasama kaupendur með gagnsæjum hætti. Þannig er tryggt jafnræði meðal áhugasamra fjárfesta. Endanleg ákvörðun um sölu verður tekin af Búnaðarþingi en í ljósi mikils áhuga á starfsemi hótelsins þótti rétt að kanna áhuga fjárfesta með þessum hætti. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar. „Samhliða miklum vexti í ferðaþjónustu hefur rekstur Hótel Sögu gengið vel. Þá benda áætlanir til þess að enn meiri aukning verði á fjölda ferðamanna á næstu árum. BÍ vilja leita allra leiða til þess að ávaxta eignir sínar með viðunandi hætti. Nú er rétti tíminn til að skoða hvort það geti verið hagfellt fyrir Bændasamtökin að eftirláta sérhæfðan hótelrekstur í hendur aðila sem vilja byggja sig upp á þeim vettvangi en ávaxta þess í stað eignir samtakanna með öðrum hætti,“ segir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira