Viðskipti innlent

Andri Þór nýr framkvæmdastjóri hjá Reitum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Andri Þór Arinbjörnsson, nýráðinn framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs Reita.
Andri Þór Arinbjörnsson, nýráðinn framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs Reita. Mynd/Reitir
Andri Þór Arinbjörnsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs fasteignafélagsins Reita. Hann hefur starfað sem verkefnastjóri hjá eignaumsýslusviði frá því haustið 2011.

Andri tekur við starfi framkvæmdastjóra af Guðmundi Tryggva Sigurðssyni sem lét af störfum um nýliðin mánaðamót.

Andri útskrifaðist úr byggingatæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011 og hefur síðan þá stundað meistaranám í faginu með áherslu á framkvæmdastjórnun. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×