Viðskipti innlent

Íslenskt vatn selt í Hong Kong

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðsend mynd
Icelandic Water Holdings hf, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial, og dreifingarfyrirtækið Remfly HongKong Ltd frá Hong Kong hafa gert með sér samning um dreifingu á Icelandic Glacial en sala á vatninu hefur þegar hafist í Hong Kong.

„Okkur er mikil ánægja að tilkynna að Remfly HongKong Ltd. er nýr dreifingaraðili okkar í Hong Kong“ sagði Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Water Holdings efh í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Remfly HongKong Ltd er dótturfyrirtæki Remfly Wines & Spirits Ltd, dreifingaraðila okkar í Macau en fyrirtækið er leiðandi á drykkjavörumarkaðinum í Austur Asíu. Samstarf okkar hefur gengið mjög vel í Macau og við höfum trú á að samvinna okkar í Hong Kong muni styrkja samstarf okkar enn frekar og leiða til markvissari dreifingu á Icelandic Glacial á þessum mörkuðum. Við erum stolt að geta boðið íbúum og gestum Hong Kong upp á margverðlaunaða gæðavatnið okkar, Icelandic Glacial.“

Song Fai Leong, stofnandi og eigandi Refmly Wines & Spirits Ltd. segir samstarf fyrirtækjanna falla vel að áherslum Remfly.

„Icelandic Glacial hefur frábært orðspor og í fyrsta skiptið sem ég bragðaði það vissi ég að við yrðum að bjóða upp á þetta einstaka vatn í Macau og Hong Kong.“

Icelandic Glacial er nú selt á tuttugu mörkuðum víða um heiminn. Auk Hong Kong er Icelandic Glacial til sölu í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Luxemborg, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Kalíníngrad, Úkraínu, Kína, Taiwan, Macau, Tælandi, Suður-Kóreu, Singapore, Perú og á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×