Viðskipti innlent

Frumkvöðlasetur opnað á Djúpavogi

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðsend mynd
Frumkvöðlasetrið Djúpið opnaði á Djúpavogi í gær. Tilgangur þess er að styðja frumkvöðla við að skapa ný atvinnutækifæri á Djúpavogi og víðar á Austurlandi. Með því að styðja frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

Í tilefni dagsins var boðið upp á námskeiðið Sköpunarkjarkur og sóttu það fimmtán nemendur samkvæmt tilkynningu frá Austurbrú.

Austurbrú ses., AFL Starfsgreinafélag og Djúpavogshreppur undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun frumkvöðlaseturs á Djúpavogi síðastliðið vor. AFL Starfsgreinafélag leggur setrinu til að byrja með húsnæði í Sambúð, Mörkinni 12, á Djúpavogi auk aðgangs að netttengingu. Djúpavogshreppur leggur frumkvöðlasetrinu til 250.000 kr. til að standa straum af nauðsynlegum stofnkostnaði. Austurbrú ses. veitir Djúpinu samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.

Efnt var til nafnasamkeppni í haust til þess að finna frumkvöðlasetrinu nafn. Alls bárust 33 tillögur að nafni og varð nafnið Djúpið fyrir valinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×