Viðskipti innlent

Mikil viðbrögð á markaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hafa verið mikil viðbrögð í Kauphöll Íslands í morgun.
Það hafa verið mikil viðbrögð í Kauphöll Íslands í morgun.
Gríðarleg viðbrögð hafa verið á markaði við þeirri ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti um 25 punkta. Rétt eftir klukkan ellefu í morgun hafði veltan á aðallista Kauphallarinnar náð 1.242 milljónum króna og er allstaðar hækkun. Mest velta er með bréf í Icelandair, en hún nemur 307 milljónum króna.

Næstmest velta er með bréf í N1, sem nemur 263 milljónum króna og veltan með bréf í VÍS nemur 206 milljónum króna. VÍS er einnig það félag sem hefur hækkað mest í morgun. Gengi bréfanna hefur hækkað um 3,66 prósent.

Þá hefur einnig verið mikil velta á skuldabréfamarkaði, einkum með óverðtryggð skuldabréf. Ávöxtunarkrafan á bréf í öllum flokkum hefur lækkað verulega. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×