Viðskipti innlent

3,7 milljarða velta með bréf í Marel

Jón Hákon Haldórsson skrifar
Velta með bréf í Marel í morgun nemur 3,7 milljörðum króna og nemur lækkun á gengi bréfanna 2,82 prósent það sem af er degi.

VB.is hefur heimildir fyrir því að stærstur hluti veltunnar sé vegna þess að sjóður á vegum Columbia Wanger Asset Management hafi selt 3,5 prósent hlut sinn.

Sjóðurinn sé þá búinn að losa um alla eign sína í félaginu. Hann var á meðal stærstu eigenda félagsins fyrir örfáum vikum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×