„Ég vil að útvarpsgjaldið mitt renni þangað sem það á að fara samkvæmt lögum: til RÚV“ Harpa Rut Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 11:46 Ég er held ég frekar venjulegur fjölmiðlanotandi. Ég byrja daginn með útvarpið kveikt í eldhúsinu og bílnum, kíki á vefmiðlana í vinnunni, elda kvöldmatinn yfir fréttunum og veit svo fátt betra en að fleygja mér í sófann og ylja mér yfir góðri mynd eða þætti í sjónvarpinu eða tölvunni. En ég er búin að vera dálítið hugsi undanfarnar vikur þegar ég nýt hinnar yfirleitt ágætu dagskrá RÚV, það flögrar að mér skrýtin tilfinning. Svona „of gott til að vera satt“ tilfinning, eins og gamla fólkið í sveitinni fékk þegar veðrið var einhvern vegin of gott. Mér finnst verið að svindla á mér. Ég greiði útvarpsgjald. Upphæðin samkvæmt álagningarseðlinum er 19.400 krónur á ári. Það eru um 1.616 krónur á mánuði, rétt um 53 krónur á dag. Þessi fimmtíukall er mitt daglega framlag til að tryggja það að Ríkisútvarpið geti sinnt mikilvægri og lögbundinni þjónustu við mig. Fimmtíukallinn minn dugar reyndar ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir krakkana, gamla fólkið og þá sem eru með tekjur undir 130 þús á mánuði. Mér finnst rúmur fimmtíukall á dag alls ekki mikið, og eiginlega bara frekar góður díll. Og þar til um daginn stóð ég í þeirri góðu trú til að gjaldið sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á álagningarseðlinum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur nær fjórðungur af gjaldinu verið notaður í annað! Fimmtíukallinn minn er semsagt ekki lengur fimmtíukall þegar hann er greiddur til RÚV í gegnum ríkissjóð, heldur rétt um fjörutíu krónur! Um fjórðungur af útvarpsgjaldinu, sem þó samkvæmt lögum á að renna beint til RÚV, verður nefnilega eftir í ríkissjóði og skilar sér ekki þangað sem hann á að fara. Þetta er ósanngjarnt og ólöglegt að mínu mati. Að ríkið taki til sín fjórðung af útvarpsgjaldinu okkar áður en það skilar sér til RÚV hefur þær afleiðingar að RÚV á ekki möguleika á að uppfylla skyldur sínar sem almannafjölmiðils í minni þjónustu. Það veikir grundvallastoðir íslenskrar menningar og lýðræðissamfélags. Til geta búið til góðar glæpaseríur og útvarpsleikrit, safaríkt barnaefni á íslensku, tekið upp stóra tónleika, vaktað eldgosið á hálendinu, flutt þægilegar og óþægilegar fréttir og splæst í risastór söngatriði í áramótaskaupinu þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið mitt allt, og geta treyst því frá ári til árs. Mér finnst það sanngjörn krafa. Ég er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að nota hluta af útvarpsskattinum í annað en rekstur RÚV. Upphæðin má alls ekki lækka, eins og lagt hefur verið til. Og ég vil að þessir peningar skili sér til RÚV – óskertir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er held ég frekar venjulegur fjölmiðlanotandi. Ég byrja daginn með útvarpið kveikt í eldhúsinu og bílnum, kíki á vefmiðlana í vinnunni, elda kvöldmatinn yfir fréttunum og veit svo fátt betra en að fleygja mér í sófann og ylja mér yfir góðri mynd eða þætti í sjónvarpinu eða tölvunni. En ég er búin að vera dálítið hugsi undanfarnar vikur þegar ég nýt hinnar yfirleitt ágætu dagskrá RÚV, það flögrar að mér skrýtin tilfinning. Svona „of gott til að vera satt“ tilfinning, eins og gamla fólkið í sveitinni fékk þegar veðrið var einhvern vegin of gott. Mér finnst verið að svindla á mér. Ég greiði útvarpsgjald. Upphæðin samkvæmt álagningarseðlinum er 19.400 krónur á ári. Það eru um 1.616 krónur á mánuði, rétt um 53 krónur á dag. Þessi fimmtíukall er mitt daglega framlag til að tryggja það að Ríkisútvarpið geti sinnt mikilvægri og lögbundinni þjónustu við mig. Fimmtíukallinn minn dugar reyndar ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir krakkana, gamla fólkið og þá sem eru með tekjur undir 130 þús á mánuði. Mér finnst rúmur fimmtíukall á dag alls ekki mikið, og eiginlega bara frekar góður díll. Og þar til um daginn stóð ég í þeirri góðu trú til að gjaldið sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á álagningarseðlinum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur nær fjórðungur af gjaldinu verið notaður í annað! Fimmtíukallinn minn er semsagt ekki lengur fimmtíukall þegar hann er greiddur til RÚV í gegnum ríkissjóð, heldur rétt um fjörutíu krónur! Um fjórðungur af útvarpsgjaldinu, sem þó samkvæmt lögum á að renna beint til RÚV, verður nefnilega eftir í ríkissjóði og skilar sér ekki þangað sem hann á að fara. Þetta er ósanngjarnt og ólöglegt að mínu mati. Að ríkið taki til sín fjórðung af útvarpsgjaldinu okkar áður en það skilar sér til RÚV hefur þær afleiðingar að RÚV á ekki möguleika á að uppfylla skyldur sínar sem almannafjölmiðils í minni þjónustu. Það veikir grundvallastoðir íslenskrar menningar og lýðræðissamfélags. Til geta búið til góðar glæpaseríur og útvarpsleikrit, safaríkt barnaefni á íslensku, tekið upp stóra tónleika, vaktað eldgosið á hálendinu, flutt þægilegar og óþægilegar fréttir og splæst í risastór söngatriði í áramótaskaupinu þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið mitt allt, og geta treyst því frá ári til árs. Mér finnst það sanngjörn krafa. Ég er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að nota hluta af útvarpsskattinum í annað en rekstur RÚV. Upphæðin má alls ekki lækka, eins og lagt hefur verið til. Og ég vil að þessir peningar skili sér til RÚV – óskertir.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun