„Ég vil að útvarpsgjaldið mitt renni þangað sem það á að fara samkvæmt lögum: til RÚV“ Harpa Rut Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 11:46 Ég er held ég frekar venjulegur fjölmiðlanotandi. Ég byrja daginn með útvarpið kveikt í eldhúsinu og bílnum, kíki á vefmiðlana í vinnunni, elda kvöldmatinn yfir fréttunum og veit svo fátt betra en að fleygja mér í sófann og ylja mér yfir góðri mynd eða þætti í sjónvarpinu eða tölvunni. En ég er búin að vera dálítið hugsi undanfarnar vikur þegar ég nýt hinnar yfirleitt ágætu dagskrá RÚV, það flögrar að mér skrýtin tilfinning. Svona „of gott til að vera satt“ tilfinning, eins og gamla fólkið í sveitinni fékk þegar veðrið var einhvern vegin of gott. Mér finnst verið að svindla á mér. Ég greiði útvarpsgjald. Upphæðin samkvæmt álagningarseðlinum er 19.400 krónur á ári. Það eru um 1.616 krónur á mánuði, rétt um 53 krónur á dag. Þessi fimmtíukall er mitt daglega framlag til að tryggja það að Ríkisútvarpið geti sinnt mikilvægri og lögbundinni þjónustu við mig. Fimmtíukallinn minn dugar reyndar ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir krakkana, gamla fólkið og þá sem eru með tekjur undir 130 þús á mánuði. Mér finnst rúmur fimmtíukall á dag alls ekki mikið, og eiginlega bara frekar góður díll. Og þar til um daginn stóð ég í þeirri góðu trú til að gjaldið sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á álagningarseðlinum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur nær fjórðungur af gjaldinu verið notaður í annað! Fimmtíukallinn minn er semsagt ekki lengur fimmtíukall þegar hann er greiddur til RÚV í gegnum ríkissjóð, heldur rétt um fjörutíu krónur! Um fjórðungur af útvarpsgjaldinu, sem þó samkvæmt lögum á að renna beint til RÚV, verður nefnilega eftir í ríkissjóði og skilar sér ekki þangað sem hann á að fara. Þetta er ósanngjarnt og ólöglegt að mínu mati. Að ríkið taki til sín fjórðung af útvarpsgjaldinu okkar áður en það skilar sér til RÚV hefur þær afleiðingar að RÚV á ekki möguleika á að uppfylla skyldur sínar sem almannafjölmiðils í minni þjónustu. Það veikir grundvallastoðir íslenskrar menningar og lýðræðissamfélags. Til geta búið til góðar glæpaseríur og útvarpsleikrit, safaríkt barnaefni á íslensku, tekið upp stóra tónleika, vaktað eldgosið á hálendinu, flutt þægilegar og óþægilegar fréttir og splæst í risastór söngatriði í áramótaskaupinu þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið mitt allt, og geta treyst því frá ári til árs. Mér finnst það sanngjörn krafa. Ég er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að nota hluta af útvarpsskattinum í annað en rekstur RÚV. Upphæðin má alls ekki lækka, eins og lagt hefur verið til. Og ég vil að þessir peningar skili sér til RÚV – óskertir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Ég er held ég frekar venjulegur fjölmiðlanotandi. Ég byrja daginn með útvarpið kveikt í eldhúsinu og bílnum, kíki á vefmiðlana í vinnunni, elda kvöldmatinn yfir fréttunum og veit svo fátt betra en að fleygja mér í sófann og ylja mér yfir góðri mynd eða þætti í sjónvarpinu eða tölvunni. En ég er búin að vera dálítið hugsi undanfarnar vikur þegar ég nýt hinnar yfirleitt ágætu dagskrá RÚV, það flögrar að mér skrýtin tilfinning. Svona „of gott til að vera satt“ tilfinning, eins og gamla fólkið í sveitinni fékk þegar veðrið var einhvern vegin of gott. Mér finnst verið að svindla á mér. Ég greiði útvarpsgjald. Upphæðin samkvæmt álagningarseðlinum er 19.400 krónur á ári. Það eru um 1.616 krónur á mánuði, rétt um 53 krónur á dag. Þessi fimmtíukall er mitt daglega framlag til að tryggja það að Ríkisútvarpið geti sinnt mikilvægri og lögbundinni þjónustu við mig. Fimmtíukallinn minn dugar reyndar ekki bara fyrir mig, heldur líka fyrir krakkana, gamla fólkið og þá sem eru með tekjur undir 130 þús á mánuði. Mér finnst rúmur fimmtíukall á dag alls ekki mikið, og eiginlega bara frekar góður díll. Og þar til um daginn stóð ég í þeirri góðu trú til að gjaldið sem gengur undir heitinu „útvarpsgjald“ á álagningarseðlinum renni óskipt til RÚV. Staðreyndin er hins vegar sú að síðustu ár hefur nær fjórðungur af gjaldinu verið notaður í annað! Fimmtíukallinn minn er semsagt ekki lengur fimmtíukall þegar hann er greiddur til RÚV í gegnum ríkissjóð, heldur rétt um fjörutíu krónur! Um fjórðungur af útvarpsgjaldinu, sem þó samkvæmt lögum á að renna beint til RÚV, verður nefnilega eftir í ríkissjóði og skilar sér ekki þangað sem hann á að fara. Þetta er ósanngjarnt og ólöglegt að mínu mati. Að ríkið taki til sín fjórðung af útvarpsgjaldinu okkar áður en það skilar sér til RÚV hefur þær afleiðingar að RÚV á ekki möguleika á að uppfylla skyldur sínar sem almannafjölmiðils í minni þjónustu. Það veikir grundvallastoðir íslenskrar menningar og lýðræðissamfélags. Til geta búið til góðar glæpaseríur og útvarpsleikrit, safaríkt barnaefni á íslensku, tekið upp stóra tónleika, vaktað eldgosið á hálendinu, flutt þægilegar og óþægilegar fréttir og splæst í risastór söngatriði í áramótaskaupinu þarf RÚV að fá útvarpsgjaldið mitt allt, og geta treyst því frá ári til árs. Mér finnst það sanngjörn krafa. Ég er ósátt við þá ákvörðun stjórnvalda að nota hluta af útvarpsskattinum í annað en rekstur RÚV. Upphæðin má alls ekki lækka, eins og lagt hefur verið til. Og ég vil að þessir peningar skili sér til RÚV – óskertir.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun