Viðskipti innlent

Meðallaun í Seðlabankanum 700 þúsund

Samúel Karl Ólason skrifar
Séu laun seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra ekki talin með eru meðallaunin 681.427 krónur.
Séu laun seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra ekki talin með eru meðallaunin 681.427 krónur. Vísir/Arnþór
Meðaltal mánaðarlauna hjá Seðlabanka Íslands er 692.143 krónur, sé miðað við skilgreiningu Hagstofu Íslands á reglulegum launum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar.

Laun seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra eru þar talin með. Þó þeir séu embættismenn og ákvarðast laun þeirra með öðrum hætti en annarra starfsmanna. Án þeirra væri meðaltalið 681.427 krónur.

„Regluleg laun samkvæmt skilgreiningu Hagstofu Íslands eru greidd laun fyrir umsaminn vinnutíma, hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu. Í þessum launum eru hvers konar álags-, bónus- og kostnaðargreiðslur, svo sem föst yfirvinna og uppmælingar sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili. Við útreikninga er ekki tekið tillit til ákvæðisgreiðslna, hlunninda, akstursgreiðslna né annarra óreglulegra greiðslna.“

Einnig er tekið fram að á árunum 2008 til 2013 hafi laun starfsmanna Seðlabankans hækkað um 23,3 prósent. Á sama tíma laun hafa laun starfsmanna ASÍ hækkað um 27,3 prósent. Laun starfsmanna BSRB hafa hækkað um 23,6 prósent og laun starfsmanna BHM hafa hækkað um 21,7 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×