Overwatch er nýjasta nýtt frá Blizzard Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 9. nóvember 2014 15:03 Górillan Winston mættur leiks. Brynjan hafði forgang yfir laseraðgerðina. VÍSIR/BLIZZARD Leikjaframleiðandinn Blizzard Entertainment hefur svipt hulunni af nýjum fyrstu persónu skotleik, Overwatch. Um ákveðin tímamót er að ræða fyrir fyrirtækið en mörg ár eru síðan Blizzard kynnti alfarið nýja afurð til leiks. Spilun Overwatch hverfist um netspilun og samvinnu spilara þar sem þeir taka höndum saman sem alþjóðlegur hópur hermanna. Nokkrir mismunandi flokkar málaliða standa spilurum til boða, þar á meðal mennskir hermenn, gervimenni og vélmenni. Reyndar górillur einnig. Leikurinn var formlega kynntur á BlizzCon núna um helgina þar sem spilunin var sýnd í fyrirfram unnu myndbandi. Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Reaper.VÍSIR/BLIZZARD Fagurfræðilega er Blizzard augljóslega að gera eitthvað algjörlega nýtt. Áherslan í Overwatch er á hraða, handahóf skotbardagans þar sem spilarar þjóta um vígvöllinn með fjarflutningi (ábendingar um íslenskt orð fyrir teleport eru vel þegnar) og krókbyssum. „Markmið okkar er að þróa frábæran FPS-tölvuleik sem er aðgengilegur en á sama tíma spennandi og margslunginn,“ segir Mike Morhaime, stjórnarformaður og stofnandi Blizzard Entertainment. Beta-útgáfa er væntanleg á næsta ári en útgáfudagur liggur ekki fyrir sem stendur. Blizzard Entertainment er dótturfélag Activision Blizzard. Fyrirtækið hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar, þar á meðal World of Warcraft, Starcraft og Diablo. Fjölbreytt flóra spilunarflokka.VÍSIR/BLIZZARD Leikjavísir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Blizzard Entertainment hefur svipt hulunni af nýjum fyrstu persónu skotleik, Overwatch. Um ákveðin tímamót er að ræða fyrir fyrirtækið en mörg ár eru síðan Blizzard kynnti alfarið nýja afurð til leiks. Spilun Overwatch hverfist um netspilun og samvinnu spilara þar sem þeir taka höndum saman sem alþjóðlegur hópur hermanna. Nokkrir mismunandi flokkar málaliða standa spilurum til boða, þar á meðal mennskir hermenn, gervimenni og vélmenni. Reyndar górillur einnig. Leikurinn var formlega kynntur á BlizzCon núna um helgina þar sem spilunin var sýnd í fyrirfram unnu myndbandi. Myndbrotið má sjá hér fyrir neðan. Reaper.VÍSIR/BLIZZARD Fagurfræðilega er Blizzard augljóslega að gera eitthvað algjörlega nýtt. Áherslan í Overwatch er á hraða, handahóf skotbardagans þar sem spilarar þjóta um vígvöllinn með fjarflutningi (ábendingar um íslenskt orð fyrir teleport eru vel þegnar) og krókbyssum. „Markmið okkar er að þróa frábæran FPS-tölvuleik sem er aðgengilegur en á sama tíma spennandi og margslunginn,“ segir Mike Morhaime, stjórnarformaður og stofnandi Blizzard Entertainment. Beta-útgáfa er væntanleg á næsta ári en útgáfudagur liggur ekki fyrir sem stendur. Blizzard Entertainment er dótturfélag Activision Blizzard. Fyrirtækið hefur gefið út marga af vinsælustu tölvuleikjum sögunnar, þar á meðal World of Warcraft, Starcraft og Diablo. Fjölbreytt flóra spilunarflokka.VÍSIR/BLIZZARD
Leikjavísir Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fleiri fréttir Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira