Forstjóri Apple kemur út úr skápnum Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2014 12:31 Tim Cook tók við forstjóraembættinu hjá Apple árið 2011. Vísir/AFP „Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú. Leyfið mér því að tala skýrt: Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á síðunni Businessweek sem birtist fyrr í dag. Cook segist hafa reynt að forðast það að ræða einkalíf sitt á opinberum vettvangi í gegnum árin. „Apple er nú þegar eitt af þeim fyrirtækjum heims sem mest er fjallað um, og ég vil að kastljósinu sé beint að afurðum okkar og þeim ótrúlegu hlutum sem viðskiptavinir okkar geta gert með þeim.“ Cook segist þó einnig hafa velt mikið fyrir sér spurningu Martin Luther King um „hvað þú sért að gera fyrir aðra“. „Ég hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og komist að því að þrá mín eftir einkalífi hefur komið í veg fyrir að geti gert eitthvað enn mikilvægara. Það er það sem hefur fengið mig til að gera þett í dag.“ Cook segir að fjölmargir samstarfsfélagar hans hjá Apple hafi vitað um samkynhneigð hans og að það hafi litlu breytt um framkomu þeirra í hans gerð. „Ég er náttúrulega svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargáfu og nýsköpun og veit að það getur aðeins blómstrað þegar þú fagnar fjölbreytileika fólks. Ekki eru allir svo heppnir. Að sögn segist Cook ekki líta á sjálfan sig sem aðgerðasinna, en að hann geri sér jafnframt grein fyrir að hann hafi hagnast mikið á fórnum annarra sem staðið hafa í réttindabaráttu samkynhneigðra. Cook tók við forstjóraembætti Apple af Steve Jobs árið 2011. Lesa má grein Cook í heild sinni hér. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
„Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú. Leyfið mér því að tala skýrt: Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á síðunni Businessweek sem birtist fyrr í dag. Cook segist hafa reynt að forðast það að ræða einkalíf sitt á opinberum vettvangi í gegnum árin. „Apple er nú þegar eitt af þeim fyrirtækjum heims sem mest er fjallað um, og ég vil að kastljósinu sé beint að afurðum okkar og þeim ótrúlegu hlutum sem viðskiptavinir okkar geta gert með þeim.“ Cook segist þó einnig hafa velt mikið fyrir sér spurningu Martin Luther King um „hvað þú sért að gera fyrir aðra“. „Ég hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og komist að því að þrá mín eftir einkalífi hefur komið í veg fyrir að geti gert eitthvað enn mikilvægara. Það er það sem hefur fengið mig til að gera þett í dag.“ Cook segir að fjölmargir samstarfsfélagar hans hjá Apple hafi vitað um samkynhneigð hans og að það hafi litlu breytt um framkomu þeirra í hans gerð. „Ég er náttúrulega svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargáfu og nýsköpun og veit að það getur aðeins blómstrað þegar þú fagnar fjölbreytileika fólks. Ekki eru allir svo heppnir. Að sögn segist Cook ekki líta á sjálfan sig sem aðgerðasinna, en að hann geri sér jafnframt grein fyrir að hann hafi hagnast mikið á fórnum annarra sem staðið hafa í réttindabaráttu samkynhneigðra. Cook tók við forstjóraembætti Apple af Steve Jobs árið 2011. Lesa má grein Cook í heild sinni hér.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira