Alvarlegt mál sem á sér fá fordæmi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2014 12:01 Við aðalmeðferð málsins 22.september síðastliðinn. vísir/gva Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna, þau Sigurjón Þorvald Árnason og Elínu Sigfúsdóttur, hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. Þó sé hægt að líkja málinu við Exeter málið svokallaða þar sem stjórnendur sparisjóðsins Byrs voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Brot Sigurjóns og Elínar gætu varðað við sex ára fangelsi. Lánareglur þverbrotnar „Lánareglur Landsbankans voru þverbrotnar með veitingu sjálfskuldarábyrgðar. Þau fóru út fyrir þær heimildir sem þau höfðu til sjálfskuldarábyrðar og þar með misnotuðu þau aðstæður sínar gróflega,“ sagði Ásmunda Björg Baldursdóttir, saksóknarfulltrúi sérstaks saksóknara í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna sem sneri að aflandsfélögunum Empennage Inc og Zimham Corp sem voru í eigu bankans. Féð var lánað vegna kaupréttarsamninga starfsmanna. Ekkert áhættumat Ákæruvaldið telur að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna á lánasamningum félaganna við Kaupþing, sem afgreiddar voru á milli funda lánanefndar og án utanaðkomandi trygginga, hafi þau brotið lánareglur bankans. Sigurjón og Elín bentu þó á á mánudag að undirliggjandi trygging hefði legið fyrir og algengt væri að afgreiða mál á milli funda. Um sex hundruð slíkir fundir hefðu átt sér stað á þessu tímabili. Ásmunda gagnrýndi harðlega áhættumat félaganna en voru þau metin sem svo að lítil sem engin áhætta fylgdi því að lána félögunum. Þuldi hún upp tæmandi lista yfir þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að hægt sé að meta þau áhættulítil. Þar segir meðal annars að fyrirtæki þurfi að vera með trausta viðskipta- og fjárhagssögu og góða greiðslugetu. „Félögin uppfylla ekkert þessara skilyrða. Hér er um að ræða nýstofnuð skúffufélög með hundrað prósenta lánsfjármögnun. Það virðist ekkert áhættumat hafa farið fram á veitingu sjálfskuldarábyrgða,“ sagði Ásmunda. Sem fyrr segir neita bæði Sigurjón og Elín sök í málinu. Telja þau að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna hafi þau dregið umtalsvert úr áhættu bankans og ávinningurinn hafi verið um 10 milljarðar um mitt ár 2006 og 35 milljarðar um mitt ár 2007. Málflutningur stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna, þau Sigurjón Þorvald Árnason og Elínu Sigfúsdóttur, hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. Þó sé hægt að líkja málinu við Exeter málið svokallaða þar sem stjórnendur sparisjóðsins Byrs voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Brot Sigurjóns og Elínar gætu varðað við sex ára fangelsi. Lánareglur þverbrotnar „Lánareglur Landsbankans voru þverbrotnar með veitingu sjálfskuldarábyrgðar. Þau fóru út fyrir þær heimildir sem þau höfðu til sjálfskuldarábyrðar og þar með misnotuðu þau aðstæður sínar gróflega,“ sagði Ásmunda Björg Baldursdóttir, saksóknarfulltrúi sérstaks saksóknara í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna sem sneri að aflandsfélögunum Empennage Inc og Zimham Corp sem voru í eigu bankans. Féð var lánað vegna kaupréttarsamninga starfsmanna. Ekkert áhættumat Ákæruvaldið telur að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna á lánasamningum félaganna við Kaupþing, sem afgreiddar voru á milli funda lánanefndar og án utanaðkomandi trygginga, hafi þau brotið lánareglur bankans. Sigurjón og Elín bentu þó á á mánudag að undirliggjandi trygging hefði legið fyrir og algengt væri að afgreiða mál á milli funda. Um sex hundruð slíkir fundir hefðu átt sér stað á þessu tímabili. Ásmunda gagnrýndi harðlega áhættumat félaganna en voru þau metin sem svo að lítil sem engin áhætta fylgdi því að lána félögunum. Þuldi hún upp tæmandi lista yfir þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að hægt sé að meta þau áhættulítil. Þar segir meðal annars að fyrirtæki þurfi að vera með trausta viðskipta- og fjárhagssögu og góða greiðslugetu. „Félögin uppfylla ekkert þessara skilyrða. Hér er um að ræða nýstofnuð skúffufélög með hundrað prósenta lánsfjármögnun. Það virðist ekkert áhættumat hafa farið fram á veitingu sjálfskuldarábyrgða,“ sagði Ásmunda. Sem fyrr segir neita bæði Sigurjón og Elín sök í málinu. Telja þau að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna hafi þau dregið umtalsvert úr áhættu bankans og ávinningurinn hafi verið um 10 milljarðar um mitt ár 2006 og 35 milljarðar um mitt ár 2007. Málflutningur stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33
„Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15
Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15
„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent