Forseti PGA rekinn eftir ummæli sín um Ian Poulter 28. október 2014 16:30 Ted Bishop var umdeildur forseti. AP Eftir að hafa svarað gagnrýni Ian Poulter á Tom Watson og Nick Faldo hefur Ted Bishop verið sagt upp störfum sem forseta PGA í Bandaríkjunum. Í nýútgefinni bók sinni fjallar Ian Poulter um frammistöðu Faldo og Watson sem fyrirliðar í Ryder-bikarnum en gagnrýnin á þeirra störf fór eitthvað illa ofan í Bishop sem fór mikinn á samskiptamiðlum í kjölfarið.Þar kallaði hann Poulter meðal annars „litla stelpu“ og gaf út að hann ætti ekki að gagnrýna menn sem hefðu áorkað meiru í íþróttinni heldur en hann. Ummæli Bishop þóttu mjög óviðeigandi og PGA í Bandaríkjunum var fljótt að bregðast við en degi seinna var honum vikið úr starfi. „PGA sambandið skilur hversu ábyrgðarfullu hlutverki það gegnir í golfheiminum og við gerum miklar kröfur til okkar allra,“ segir í yfirlýsingu frá PGA sem gefin var út í kjölfarið. „Við reynum það sem við getum til þess að allir geti notið þess að iðka golf og ummæli Ted Bishop voru svo sannarlega ekki í anda þess sem PGA stendur fyrir. Við biðjumst velvirðingar á ummælum hans.“ Bishop hafði starfað sem forseti PGA í Bandaríkjunum frá árinu 2012 en forsetatíð hans hefði að öllu óbreyttu endað í lok nóvember. Hann hefur verið nokkuð umdeildur í starfi sínu en hann skrifaði á sínum tíma 85 blaðsíðna skýrslu um af hverju Tom Watson ætti að vera fyrirliði Ryderliðs Bandaríkjanna. Fyrirliðatíð Watson var ekki góð en bandaríska liðið tapaði illa fyrir því evrópska á Gleneagles í síðasta mánuði og töluverð dramatík var í kjölfarið um stjórnarhætti Watson eins og frægt er orðið. Þá beitti Bishop sér fyrir því að setja á laggirnar keppni um lengsta upphafshöggið á PGA-meistaramótinu, sem fór misvel ofan í marga af bestu kylfingum heims sem voru beðnir um að taka þátt. Nýr forseti PGA í Bandaríkjunum verður kosinn í lok nóvember á ársfundi sambandsins. Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Eftir að hafa svarað gagnrýni Ian Poulter á Tom Watson og Nick Faldo hefur Ted Bishop verið sagt upp störfum sem forseta PGA í Bandaríkjunum. Í nýútgefinni bók sinni fjallar Ian Poulter um frammistöðu Faldo og Watson sem fyrirliðar í Ryder-bikarnum en gagnrýnin á þeirra störf fór eitthvað illa ofan í Bishop sem fór mikinn á samskiptamiðlum í kjölfarið.Þar kallaði hann Poulter meðal annars „litla stelpu“ og gaf út að hann ætti ekki að gagnrýna menn sem hefðu áorkað meiru í íþróttinni heldur en hann. Ummæli Bishop þóttu mjög óviðeigandi og PGA í Bandaríkjunum var fljótt að bregðast við en degi seinna var honum vikið úr starfi. „PGA sambandið skilur hversu ábyrgðarfullu hlutverki það gegnir í golfheiminum og við gerum miklar kröfur til okkar allra,“ segir í yfirlýsingu frá PGA sem gefin var út í kjölfarið. „Við reynum það sem við getum til þess að allir geti notið þess að iðka golf og ummæli Ted Bishop voru svo sannarlega ekki í anda þess sem PGA stendur fyrir. Við biðjumst velvirðingar á ummælum hans.“ Bishop hafði starfað sem forseti PGA í Bandaríkjunum frá árinu 2012 en forsetatíð hans hefði að öllu óbreyttu endað í lok nóvember. Hann hefur verið nokkuð umdeildur í starfi sínu en hann skrifaði á sínum tíma 85 blaðsíðna skýrslu um af hverju Tom Watson ætti að vera fyrirliði Ryderliðs Bandaríkjanna. Fyrirliðatíð Watson var ekki góð en bandaríska liðið tapaði illa fyrir því evrópska á Gleneagles í síðasta mánuði og töluverð dramatík var í kjölfarið um stjórnarhætti Watson eins og frægt er orðið. Þá beitti Bishop sér fyrir því að setja á laggirnar keppni um lengsta upphafshöggið á PGA-meistaramótinu, sem fór misvel ofan í marga af bestu kylfingum heims sem voru beðnir um að taka þátt. Nýr forseti PGA í Bandaríkjunum verður kosinn í lok nóvember á ársfundi sambandsins.
Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira