Viðskipti innlent

Skip á leið á síldarmiðin

Gissur Sigurðsson skrifar
Nokkur fjölveiðiskip eru nú á leið vestur fyrir land, eða komin þangað,  til veiða úr íslenska sumargots-síldarstofninum eftir að tvö fyrstu skipin fengu þar fyrstu síldina í ár í fyrradag.

Nú er verið ðað landa úr þeim á Vopnafirði og á Höfn í Hornafirði. Aflann fengu þau djúpt úti af Breiðafirði, eftir að hafa leitað árangurslaust á sundunum innst í Breiðafirðinum. Aflinn sem skipinn tvö fengu í fyjrradag hentar vel til vinnslu fyrir manneldi og ágætis verð er greitt fyrir síldina á heimsmarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×