Viðskipti innlent

Enginn inn fyrir Hrannar í framkvæmdastjórn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrannar Pétursson.
Hrannar Pétursson. Vísir/Pjetur
Fjarskiptafyrirtækið Vodafone fækkar um einn í framkvæmdastjórn félagsins. Hrannar Pétursson, sem gegndi starfi framkvæmdastjóra samskiptasviðs Vodafone, hætti störfum hjá fyrirtækinu á dögunum.

Í nýju skipuriti fyrirtækisins, sem sjá má að neðan, kemur fram að starfsmannamál, sem voru undir hatti Hrannars á samskiptasviði, færast undir fjármála- og rekstrarsvið.  Markaðsmál og samskipti, sem einnig heyrðu undir Hrannar, færast undir forstjóra, sem

og lögfræðimál félagsins undir nýja stöðu Aðallögfræðings.

Breytingunum er ætlað að einfalda en á sama tíma styrkja starfsemi félagsins að því er segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir

Hrannar hættur hjá Vodafone

Hrannar Pétursson, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone, hefur tekið þá ákvörðun að hætta störfum hjá fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×