Viðskipti innlent

Um 700 vegabréf á mánuði afgreidd með hraði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tekjur ríkisins vegna flýtimeðferðar er einhvers staðar á bilinu 37-82 milljónir króna.
Tekjur ríkisins vegna flýtimeðferðar er einhvers staðar á bilinu 37-82 milljónir króna. Vísir/Valli/Stefán
Sjöunda hvert vegabréf sem Þjóðskrá afgreiðir er gefið út í skyndi. Kostnaður við flýtimeðferð er um tvöfalt meiri en hefðbundin umsókn. Tekjur ríkisins vegna þessu nema tugum milljónum króna.

Vefsíðan Túristi.is greinir frá því að rúmlega 62 þúsund vegabréf hafi verið afgreidd af Þjóðskrá á síðasta ári. Þar af voru 8,250 afgreidd í skyndi sem svarar til um þrettán prósenta. Um er að ræða svipað hlutfall og undanfarin ár. Svara það til 687 vegabréfa í flýtimeðferð á mánuði.

Kostnaður fullorðinna við útgáfu vegabréfa er 10.250 krónur en 4.650 krónur fyrir börn, eldri borgara og öryrkja. Vegabréf í hraðafgreiðslu, sem óskað er að fá innan við viku eftir beiðni, kostar hins vegar 20.250 krónur eða tíu þúsund krónum meira. Vegabréfin fyrir börn, eldri borgara og öryrkja kosta 9.150 krónur.

Ekki liggur fyrir hve stór hluti vegabréfanna 8,250 eru fyrir fullorðna eða börn. Hins vegar er ljóst að tekjur ríkisins af flýtiafgreiðslu er einhvers staðar á bilinu 37-82,5 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×