Sang-Moon Bae í lykilstöðu fyrir lokahringinn á Silverado 12. október 2014 12:00 Sang-Moon Bae var frábær á þriðja hring í gær. AP Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae er í frábærri stöðu fyrir lokahringinn á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni. Bae lék magnað golf á þriðja hring í gær eða á sjö höggum undir pari, en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum og svo glæsilegan örn á 17. holu. Hann er samtals á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan hinum unga Zachary Blair sem er á 12 höggum undir. Nokkrir öflugir kylfingar eru ofarlega á skortöflunni og ef Sang-Moon Bae verður ekki á tánum á lokahringnum gætu þeir gert atlögu að honum. Þar má nefna Matt Kuchar á 11 höggum undir, Hunter Mahan á 10 höggum undir sem og reynsluboltinn Retief Goosen. Skotinn Martin Laird sem leiddi eftir tvo hringi náði sér ekki almennilega á strik á þriðja hringnum í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann er þó enn á 11 höggum undir pari og gæti blandað sér í baráttuna um sigurinn með öflugum hring í kvöld. Lokahringurinn í þessu spennandi móti, sem fer fram á hinum glæsilega Silverado velli, verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 21:00. Golf Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Suður-Kóreumaðurinn Sang-Moon Bae er í frábærri stöðu fyrir lokahringinn á Frys.com mótinu sem fram fer á Silverado vellinum í Kaliforníu en mótið er það fyrsta á nýju tímabili á PGA-mótaröðinni. Bae lék magnað golf á þriðja hring í gær eða á sjö höggum undir pari, en hann fékk meðal annars fimm fugla í röð á fyrri níu holunum og svo glæsilegan örn á 17. holu. Hann er samtals á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan hinum unga Zachary Blair sem er á 12 höggum undir. Nokkrir öflugir kylfingar eru ofarlega á skortöflunni og ef Sang-Moon Bae verður ekki á tánum á lokahringnum gætu þeir gert atlögu að honum. Þar má nefna Matt Kuchar á 11 höggum undir, Hunter Mahan á 10 höggum undir sem og reynsluboltinn Retief Goosen. Skotinn Martin Laird sem leiddi eftir tvo hringi náði sér ekki almennilega á strik á þriðja hringnum í gær og kom inn á 71 höggi eða einu undir pari. Hann er þó enn á 11 höggum undir pari og gæti blandað sér í baráttuna um sigurinn með öflugum hring í kvöld. Lokahringurinn í þessu spennandi móti, sem fer fram á hinum glæsilega Silverado velli, verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 21:00.
Golf Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira