Innlent

Fundu fíkniefni í buxnavasa ökumanns

Atli Ísleifsson skrifar
Ökumaðurinn sjálfur glögg merki fíkniefnaneyslu
Ökumaðurinn sjálfur glögg merki fíkniefnaneyslu Vísir/Róbert
Mikil kannabislykt gaus upp þegar ökumaður, sem lögreglumenn á Suðurnesjum höfðu stöðvað um helgina, opnaði bifreið sína.

Að sögn lögreglunnar bar ökumaðurinn sjálfur glögg merki fíkniefnaneyslu og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Við öryggisleit fundust fíkniefni í buxnavasa hans og sýnatökur staðfestu að hann hefði neytt kannabisefna.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjun segir að annar ökumaður hafi einnig verið handtekinn eftir að sýnatökur höfðu leitt í ljós að hann hafði neytt kannabis. Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir önnur brot á umferðarlögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×