Viðskipti innlent

Sigríður til Attentus

Atli Ísleifsson skrifar
Sigríður Guðmundsdóttir.
Sigríður Guðmundsdóttir.
Sigríður Guðmundsdóttir hefur hafið störf sem ráðgjafi hjá Attentus – mannauð og ráðgjöf.

Sigríður var áður starfsmannastjóri LNS Saga og vann í níu ár sem verkefnastjóri í mannauðsdeild Eimskips. „Þar sinnti hún fjölbreyttum verkefnum, svo sem ráðgjöf til stjórnenda fyrirtækisins, ráðningum, vinnurétti, greiningu fræðsluþarfa, innleiðingu breytts verklags við frammistöðusamtöl og framsetningu mannauðsmælinga,“ líkt og segir í tilkynningu.

Sigríður hefur lokið námi í stjórnenda markþjálfun (e. Executive Coaching) við Háskólann í Reykjavík, hefur diplómu í fræðslustarfi og stjórnun frá Háskóla Íslands og B.Ed próf frá Háskólanum á Akureyri.

„Mikill vöxtur hefur verið hjá Attentus undanfarin ár og þeim fyrirtækjum hefur fjölgað mikið sem nýta sér þjónustuna Mannauðsstjóra til leigu. Þessi þjónusta hefur verið þróuð hjá Attentus síðastliðin fimm ár og hlaut fyrirtækið hvatningarverðlaun FKA árið 2012 fyrir þjónustuna.Sigríður hefur víðtæka reynslu á sviði mannauðsstjórnunar og með tilkomu hennar getur Attentus veitt fleiri fyrirtækjum og stofnunum þessa þjónustu.

Hjá Attentus starfa nú níu starfsmenn, sjö ráðgjafar og tveir sérfræðingar, sem sinna verkefnum á sviði fræðslu og mannauðsmála.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×